Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Síða 24

Eimreiðin - 01.01.1905, Síða 24
I 24 að hann hafi verið sérstaklega gagnrýnn og einbeittur í að ná tak- marki sínu. Finsen hafði sagt einhverju sinni: »Á alfaravegi er erfitt að finna blóm, sem enginn þekkir áður; en ef vér förum út í skóg eða út á víðavang, eru líkindi til að óþekt blómstur verði á vegi vorum.» Þessi orð finst mér einkenna Finsen betur en margt annað. Svo hefur sagt mér einn af bekkjabræðrum hans úr latínuskólan- um, að í skóla hafi hann verið álitinn ekki meira en meðalgáfaður, og af því að hann fór sinna ferða og hafði gaman að ýmsu náttúrufræð- islegu, sem aðrir eigi gáfu gaum, og þess vegna tók sig út úr annarra hóp, hafi hann verið álitinn sérvitur. Hann sló fremur slöku við aðal- námsgreinir skólans, og gegnir það því eigi furðu, að honum var vana- lega skipað neðarlega í bekk. Þetta kom þó eigi af leti eða kæru- leysi, heldur af því, að hugur hans fór í aðra átt og hann átti bágt með að fella sig við kröfur skólans. Hann átti fáa vini, en þótti trúr og tryggur, þar sem hann tók því. Svo hafa frægir menn sagt (t. d. Nordenskjöld og Björnstjerne Björnson), að þeir ættu mikið gott að þakka leti sinni á skólaárunum, sem sé það, að heili þeirra varð eigi skaðskemdur af lexíulestri. Þó Finsen gæti eigi kallast latur, þá getur þó þetta heimfærst upp á hann; því það er víst, að hann lét ekki skólann sníða sér stakk eftir vexti. Meðan sól er á lofti, gleymist eigi nafn Finsens. STEINGRÍMUR MATTHÍASSON. Dánarfregn. Þó mig taki það sárt, finn ég mér skylt að flytja íslendingum þá sorgarfregn, að þeir hafa mist einn af vinum sínum erlendis. 22. okt. f. á. dó hér í Berlín Dr. MAX BARTELS, leyndar-heilbrigðisráð og prófessor (f. 26. sept. 1843). Hann var bæði í mjög miklu áliti sem læknir og einkar vel látinn af allri alþýðu manna. Það voru ekki ein- ungis hin ágætu læknisráð hans, sem linuðu þjáningar sjúklinganna, heldur og hið ómótstæðilega töfraafl manngæzku hans. Þeim fanst þeir undir eins finna til bata, jafnskjótt og þeir sáu hið góðlega, við- kvæma og þó glaðlega andlit hans. Hans óumræðilega hjartagæzka í sambandi við andríki hans og afarvíðtæka þekkingu gerði hann að alveg einstöku stórmenni, svo að lát hans verður óbætanlegur missir fyrir hvern þann, sem átti því láni að fagna, að verða umönnunar hans og vináttu aðnjótandi. Sem vísindamaður var Dr. Bartels, fyrir utan sérfræðigrein sína, læknisfræðina, meðal hinna fremstu fræðimanna í mannfræði og þjóða- fræði, og á því ísland mikils vinar í stað að sakna, þar sem hann er látinn. Hvert hið minsta af þjóðareinkennum íslendinga og hvert ein-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.