Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Síða 25

Eimreiðin - 01.01.1905, Síða 25
25 asta smáræði í íslenzkum listaiðnaði höfðu gildi í hans augum og vöktu gleði hjá honum, og sú, er þessar línur ritar, taldi það hamingjustund, er hún gat skýrt honum frá einhverju af því tægi. Hún er honum líka þakklát fyrir það, — eins og fyrir svo óendanlega margt annað —, að hann stöðugt fékk hana til að semja smáritgerðir um hin og þessi íslenzk efni. Sjálfur hefur hann ritað langa ritgerð um íslenzkar venjur og þjóðtrú viðvíkjandi barnsburði, meðferð ungbama og ýmsu, er þar að lítur (slslándischer Brauch und Volksglaube in Bezug auf die Nach- kommenschaft«; sbr. Eimr. VII. 159). Annars eru helztu rit hans: »Das Weib in der Natur- und Völkerkunde« og »Die Medizin der Naturvölker«. f’að var enganveginn eingöngu vísindalegur áhugi, held- ur fyllilega jafnframt honum ást hans á mannkyninu og manneðlinu, sem rak hann til að vinna að því með óþreytandi elju, að draga fram í dagsljósið alt, sem það ætti í fórum sínum af skoðunum, venj- um o. s. frv. í sögnum og þjóðtrú frá eldri tímurn, safna því og varð- veita fyrir eftirkomendurna. M. LEHMANN-FILHES. Gáfur 0g skapsmunir. Eftir MAX O’RELL. Gáfur styðja þann, er þær hafa, til hamingju; en það eru þó í raun og veru skapsmunirnir, sem skapa hana. Menn geta komist á- fram í heiminum, þó þeir séu nauðalitlum gáfum búnir, ef þeir aðeins eru gæddir miklum skapsmunum. En án skapsmuna komast þeir aldrei áfram, hversu miklum gáfum, sem þeir eru gæddir. Með skapsmunum á ég við: ráðvendni, að vera vandur að virð- ingu sinni, þráð í hugsunum og rétta ályktun, háttlægni, þolgæði, iðni, stilling, hófsemi, sjálfstraust og stundvísi. Sá maður, sem er öllum þessum kostum búinn, þarf ekki að flýja gamla heiminn til þess að leita gæfu sinnar í hinum nýja. Hvar sem hann er og hvar sem hann fer, hlýtur hann alstaðar að skapa sér stöðu og óefað komast vel áfram. fað gerist, að kalla má, af sjálfu sér, af þeirri einföldu ástæðu, að menn þurfa hvarvetna á honum að halda, af því hann gerir sig alstaðar ómissandi. Enginn getur notast við dugnað nema hann sé samfara ráðvendni, né kænleg hyggindi án hreinskilni. Ef þú hefur fyrir þér mann, sem árum saman jafnan hefur haft sérstaka hepni með sér í lífinu, þá getur þú reitt þig á, að hann er bæði eljumaður og auk þess ráðvandur og hreinskilinn: þess konar maður, að menn geta reitt sig á orð hans. Því hve miklum gáfum sem hann kynni að vera búinn, munu þær koma honum að litlu haldi, ef þær standa ekki undir stjóm góðra skapsmuna. f’etta er algild

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.