Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Qupperneq 26

Eimreiðin - 01.01.1905, Qupperneq 26
26 reynsla, sem þú munt sanna, hver svo sem maðurinn er, hvort sem hann er stjórnmálamaður, kaupmaður, hermaður, málaflutningsmaður, læknir, blaðamaður, listamaður, rithöfundur eða leikandi. f’að er alkunna, að margir menn, sem gæddir hafa verið ljómandi gátum, hafa dáið í eymd og volæði eingöngu af því, að þá skorti skapsmuni. Og það er skapsmununum einum að þakka, er treggáfaðir menn geta að lokum orðið miljónungar, sem allir bera virðingu fyrir. Það er ekki æti'ð gáfaðasti pilturinn í bekknum, sem verður efstur; það verður vanalega sá, sem mest hefur skapsmunaþrekið. Hafi hann hvorttveggja í einu til að bera, bæði gáfur og skapsmuni, þá getur enginn við hann kept; það er auðsætt. Því ekkert er tilviljun, ekkert slempilán á sér í rauninni stað í lífinu. Hepni og óhepni eru undir okkur sjálfum komin. Hvað er hepni? f’að er að fara á fætur kl. 6 á morgnana, brúka 3 krónur á dag, ef menn innvinna sér 6, annast sín eigin störf og mál, en skifta sér ekki af annarra; hepni þýðir í útleggingu þeir erfiðismunir og afneitun, sem þú hefur ekki hikað við að leggja á sjálfan þig; hún þýðir nætur, sem þú hefur varið til strangrar vinnu. Að grípa tækifærið, er, að koma til staðar á réttu augnabliki, að verða ekki of seinn til þess að komast með lestinni, með öðrum orðum, að menn reiði sig á sinn eigin ramleik, að menn hafi fyrir trúarsetning: hjálpaðu þér sjálfur, þá mun drottinn hjálpa þér! Heiður og virðing eru jafnan í fylgd með þeim, sem hefur vit á að hjálpa sér sjálfur og þolinmæði til að bíða. Hafir þú á þennan hátt komist nokkuð áfram í heiminum, munu allir »auðnuleysingjarnir« æpa á eftir þér: Það er ekki mikill vandi fyrir hann, sem altaf er svo stálheppinn. Þú getur verið »heppinn« um stund, en sí og æ með engu móti. Sá maður, sem daglega situr við spilamensku, mun, þegar árið er liðið, geta sagt þér, að hann hafi jafnoft setið í hepni sem óhepni. f'etta eru talviss lög, sem eigi verður undan komist. Eini vegur- inn til þess að verða oftar »heppinn« en »óheppinn« í spilum er sá, að hafa rangt við, með öðrum orðum að rugla eða fara á svig við öll líkindalög. Og eins gengur það í lífinu: Eini vegurinn til að verða heppinn og verða ofan á, er, að láta aldrei neitt vera komið undir neinu slempi- láni, heldur að vinna, vinna og aftur að vinna; að afla sér trausts annarra, með því að sýna sterka og djarfmannlega skapsmuni: með því að gera sjálfan sig ómissandi, af því menn geti reitt sig á þig, og af því menn sjá, að þú vinnur verk þitt með áhuga og ást til þess; að ganga leið sína gegnum lífið með brosandi hugdirfð, sem læsir sig í aðra, að ávinna sér virðing annarra með ráðvendni og einlægni, og jafnan minnast þess, að menn komast aldrei lengra með glæfrabrögð- um en með vonduðum og heiðarlegum meðulum. Sá er ekki snjallasti stjórnmálamaðurinn eða forvitrastur, sem hef- ur lag á að skapa atburðina eða framkalla þá, heldur einmitt hinn, sem getur séð þá fyrir og hefur vit á að hafa hag af þessari framsýni. Til þess að komast áfram, verða menn að kunna að taka tillit til kringumstæðanna, eins og þær nú einu sinni eru, og reyna að nota þær sem bezt má verða, en ana ekki áfram í blindri þrákelkni. Ein-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.