Eimreiðin - 01.01.1905, Qupperneq 27
2 7
beittur vilji og þolgæði eru hinir beztu vinir manna, en þrákelknin
með sínum sjónbyrgjandi augablökum, er aftur hinn versti óvinur
þeirra.
Enginn nær markinu, ef hann eyðir tímanum til ónýtis í að vera
að kvarta yfir því, sem of seint er orðið að lagfæra, og ef hann getur
ekki sætt sig við að verða fyrir óhjákvæmilegu tjóni. Það má með
nokkurnveginn vissu gera ráð fyrir, að hver maður hafi lifað augna-
blik, er á reið að grípa gæfuna á fluginu, og hafi hann ekki notað
þetta augnablik, þá kemur það að líkindum aldrei aftur. Tækifærið
kemur áreiðanlega, en menn verða að sætta sig við að bíða eftir því.
Enginn getur haft hamingjuna með sér alla sína æfidaga, en enginn
er heldur eingöngu ógæfusamur og óheppinn. Ef einhver segir við
þig: »Já. það er mín vanalega hepni; ég er eftirlætisgoð hamingj-
unnar«, þá geturðu verið nokkurnveginn viss um, að þeim manni
er í rauninni alls ekki ljóst, hvenær hann situr með tromp á hendinni.
Til þess að komast upp, verða menn að vera sparsamir; en
menn verða líka að kunna að geta látið peninga af hendi rakna, og
meira að segja sýna örlæti, þegar þörf gerist. Yilji menn fá uppskeru,
verða menn að sá. Sparsemi er kostur, en sé ofmikið af henni gert,
getur hún hæglega snúist upp í nánasarskap og ágirnd; en nánasar-
skapur er ljótur galli í fari manns, og ágirndin er, eins og kunnugt er,
ein af hinum sjö höfuðsyndum.
Auðmennimir í Ameríku eru að jafnaði örlátir, og margir þeirra
hafa varið miklu af fé sínu til mannúðar þarfa; og einkanlega á þetta
sér stað með þá, sem sjálfir hafa aflað sér auðs síns.
Mér er það óskiljanlegt, að anarkistamir (stjórnleysingjarnir) skuli
þeyta sinni eitruðu hatursspýju gegn auðkýfingunum. Fari menn að
rannsaka ritningarnar, munu menn sjá, að langflestir þeirra em menn,
sem byijað hafa með tvær hendur tómar, en sem hafa aflað sér auðs
síns með vitsmunum og strangri vinnu; og þetta hefðu þessir blessaðir
hljóðabelgir líka getað gert, ef þeir hefðu viljað vinna, í stað þess að
slita sér út á eintómum gremjulátum.
Allar stórgjafir til mannúðarstofnana, spítala og háskóla koma að
öllum jafnaði frá auðkýfingum, sem sjálfir hafa fundið, hvar skórinn
kreppir, — mönnum, sem hafa með dugnaði, vitsmunum og skaps-
munaþreki hafið sig upp úr múgnum. y Q
Max MUller um Guðbrand Vigfússon.
Hinn frægi málfræðingur og goðsagnafræðingur MAX MULLER
(f 1900) lét eftir sig brot af æfisögu sinni, er hann hafði sjálfur samið
og hefur það verið gefið út af syni hans (F. Max Múller, »My Auto-
biography. A Fragment. London 1901). Rit þetta er einkar skemti-