Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Page 31

Eimreiðin - 01.01.1905, Page 31
3i manna til þeirra, og koma þeirri skoðun inn hjá almenningi, að það væri í sannleika hagur landsins, en ekki valdhafanna sjálfra, sem þau bæru fyrir brjósti. En hingað til hefur því miður ekki bólað á slíku hjá stjórnarblöðunum okkar. Hjá þeim er alt gott og blessað, sem stjórnin gerir, hjá henni eru engar ávirðingar til, hún er óskeikul, eins og páfinn. IJau hafa ekki fundið að einu einasta atriði í gjörðum hennar, heldur varið þær allar í líf og blóð. En með þessu háttalagi gera þau stjórninni mikinn ógreiða. Pví þegar svona langt er gengið á skriðdýrsbrautinni, þá eru ekki mikil líkindi til, að almenningur leggi trúnað á orð þeirra til lengdar. Hann veit sem sé fullvel, að í stjórninni sitja breyskir og ófullkomnir menn, svo að ekki getur hjá því farið, að þeim skjátlist einhverntíma. Og þegar honum er sagt að slíkt komi aldrei fyrir, þá hættir hann að trúa og fer að álykta sem svo: Pað er ekkert að marka, hvað þessir menn segja. Peir eru auð- sjáanlega tóm skriðdýr. V. G. Mór. Pað er kunnugra en frá þurfi að segja, hve stórkostlega þýð- ingu eldurinn hefur frá aldaöðli haft fyrir mannkynið, og þá ekki sízt hinar norðlægari þjóðir. Pað má svo að orði kveða, að notkun eldsins sé eitt af fyrstu lífsmörkum menningarinnar, og að mörg hin mikilvægustu spor, sem mannkynið hefur stigið á menningar- brautinni séu nátengd, eða jafnvel innifalin í nýrri notkun eldsins. Hugsum oss einungis þær umbyltingar á lífi manna og þjóða, sem málmbræðsla og notkun gufuaflsins hafa haft í för með sér. Langt fram eftir öldum voru skógarnir nálega eina eldsneytis- uppsprettan, enda er viðurinn mjög handbært eldsneyti. Mörg lönd — og þar á meðal ísland — bera þess sorglegan vott enn þann dag í dag, að þessi uppspretta hefur verið brúkuð meira en góðu hófi gegndi af forfeðrum vorum. Seinna koma steinkolin til sögunnar, og það er þá fyrst, að eldurinn er fyrir alvöru tekinn í þjónustu iðnaðarins. Sem dæmi um, hve stórkostlega eldsneytis- eyðslan vex ár frá ári, skal ég geta þess, að steinkolaframleiðsla

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.