Eimreiðin - 01.01.1905, Page 33
33
verksmiðjunum, gjörðu marga svo raga við allan móiðnað, að jafn-
vel beztu uppgötvanir á því svæði iðnaðarins mættu ótrú og tor-
trygni og áttu því erfitt uppdráttar. Smámsaman þokaðist þó
móiðnaðurinn áfram og komst inn á hollari og öruggari braufir.
Menn sneru sér nú með alvöru að því, að finna fljótari og hag-
kvæmari aðferðir við mógröftinn, og að því, að smíða vélar til að
elta og hnoða móinn með, og á þann hátt gjöra hann samfeldari,
ómyldnari og meira samkynja, en héldu gömlu loftþurkuninni.
Síðan hefur móiðnaðinum fleygt fram og fleygir fram ár frá ári.
Margt hefur þó mórinn átt við að berjast og þar á meðal ekki
sízt eldstórnar. Ofnasmiðjurnar keptust hver við aðra að búa til
ofna, sem ættu sem bezt við kolin og hagnýttu þau sem bezt, en
tóku ekkert tillit til mósins. Mórinn útilokaðist því smámsaman,
að minsta kosti í bæjunum. Á síðustu árum hefur verið ráðin
bót á þessu, og nú eru margar ofnasmiðjur, er búa til ágæta
móofna. Jafnframt hafa og verið smíðaðar eldstór fyrir mó, er
gjöra honum mögulegt að keppa við kolin í iðnaðinum, bæði við
gufuvélar, við leirbrenslu, við málmbræðslu o. fl., og það jafnvel í
löndum, sem sjálf framleiða mikil kol, eins og til að mynda
Pýzkalandi.
Á síðustu tímum er mótekja og móiðnaður orðið eitt af helztu
áhugamálum rnargra þjóða, einkum í hinum norðlægari löndum.
Mjög víða um lönd hafa verið stofnuð stór félög, er hafa gjört
það að aðalstarfi sínu, að auka og útbreiða þekkingu á mó og
móiðnaði. Félög þessi eru að stórum mun styrkt af almannafé
og stjórnirnar hafa á ýmsan hátt látið sér ant um móiðnaðinn.
Eg skal tilfæra nokkur dæmi þessu til sönnunar.
í Svíþjóð hefur verið stofnaður móskóli í Emmaljunga með
miklum styrk af opinberu fé. Á hann að veita mönnum þá
fræðslu, sem nauðsynleg er, til að geta með góðum árangri staðið
fyrir móverksmiðjum. Ríkið launar mó-verkfræðing og tvo að-
stoðarmenn hans. Ennfremur hefur verið varið stórfé til að reyna
móverkfræðingum Svía, Larsson að nafni, að ef mór er hitaður um 2000 undir
mikilli þrýstingu, breytist eðli hans svo, að þá er hægt að pressa úr honutu nálega
alt vatnið, og verður hann við það harður og þéttur sem steinkol væri. Larsson
telur víst, að unt verði að búa til smálestina af þessum samþrýsta mó fyrir 4x/2
krónu. í vetur á að stofna litla verksmiðju til að gjöra frekari tilraunir. Hefur
ríkið veitt 20,000 krónur til þess. Að sinni er því ekki hægt að segja um, hvort
aðferðin er nýtileg, en talsverð líkindi eru þó til þess, að svo sé.
3