Eimreiðin - 01.01.1905, Blaðsíða 38
38
Til dæmis að taka fanst seint á öldinni sem leið í mýri á Jótlandi
þvínær óskaddað kvennmannslík, og komust fornfræðingar að þeirri
niðurstöðu, að það væri lík Gunnhildar kongamóður. Eftir því
sem sögur segja var henni drekt í keldu.
Á svipaðan hátt og mórinn hafa kolalögin myndast. Tau eru
bara miklu eldri. Af kolunum ér surtarbrandur og brúnkol yngst,
svo steinkolin og og elzt eru antracít- eða gljákolin. Hér á eftir
fer tafla yfir samsetning lífrænuefnanna í nokkrum eldsneytisteg-
undum. Á henni sést greinilega, í hvaða átt efnabreytingarnar fara.
Tré Mór Brúnkol Steinkol Gljákol
Kolefni 5°°/o 6o°/o 70°/o 82°/o 94°/o
Vatnsefni 6°/o 6°/o 5°/° 5°/° 3 °/o
Súrefni 43°/° 32°/o 24°/o 12°/o 3°/o
Köfnunarefni i°/o 2°/o i°/o l°/o ögn
Tölur þéssar eru téknar sem meðaltal af mjög mörgum rann-
sóknum og geta breyzt mikið eftir atvikum. Til dæmis að taka
rannsakaði ég í fyrra tvær danskar mótegundir, og var í annarri
57,ee °/o af kolefni og 5,51 °/o vatnsefni, en í hinni 63,57 °/o kolefni
og 6,82 °/o vatnsefni.
Pegar talað er um hitagildi (Brændeværdi) eldsneytis, er átt
við, hve margar hitaeiningar (kalóríur) ein þyngdareining af því
framleiði við fullkominn bruna. Hitaeining er sá hiti, er þarf til
að hita eina þyngdareiningu af vatni um eitt hitastig á Celsíus
hitamæli.
Pýðingarmesta efnið í venjulegu eldsneyti er kolefnið, og hita-
gildið fer aðallega eftir því, hve mikið er af kolefni í eldsneytinu.
Tví kolefnismeira sem eldsneytið er, því hitameira er það. Að
þessu sé þannig varið, sést greinilega af töflu þeirri, er hér fer á
eftir. Bar er tilfærð samsetning og hitagildi lífrænuefnanna í nokkr-
um eldsneytistegundum, sem ég rannsakaði í fyrravetur.
Kolefni Vatnsefni Hitagildi
Tré 50,34 °/o 6,08 °/o 4850 hitaein.
Mór 57,66 °/o 5,51 °/0 5830 —
sömul. 63,57 °/o 6,32 °/o 6610 —
Steinkol 82,80 °/o 5,13 °/0 8210 —
Auk kolefnisins hefur vatnsefnið í eldsneytinu mikla þýðingu,
það er að segja sá hluti þess, sem ekki er samruna við súrefni.