Eimreiðin - 01.01.1905, Síða 44
44
botninn, sé hann svo þur og harður, að hann verði notaður sem
þurkvöllur. Móflögunum er svo hlaðið á kassalausar hjólbörur
og ekið eftir borðum út á þurkvöllinn. Þar eru þær lagðar á
rönd með litlu millibili. Þeg-
ar móflögurnar eru orðnar
svo þurrar, að þær halda
sér vel, er mórinn reistur,
seinna er honum hlaðið í
hrauka og í þeim situr hann
þangað til hann er fullþurr
og er fluttur í hús eða seldur.
Flögurnar eru votar 25 cm.
á lengd, 15 cm. á breidd
og 8 cm. á þykt. Við
ákvæðisvinnu (akkord) er
borguð 1 króna fyrir að
skera 1000 flögur og flytja
þær á þerrivöll. Purkunin
kostar 17 aura. Smálestin
af þurrum mó á þurkvelli kostar þá 2,25—3,16 kr. eftir eðlisþyngd
— þéttleik — mósins.
Hjá Moselund í Dan-
mörku eru skornar 7—8
miljónir móflagna á ári. Að-
ferðin er sama og í Spar-
kær. Mórinn var fyrirtaks
góður, harður, þungur í sér
og samkynja eins og bezti
vélunninn mór. Vinnukostn-
aður var aðeins 2 krónur
fyrir smálestina. Söluverðið
var 7 kr. fyrir móinn fluttan
á járnbrautavagn.
Á 3. mynd sést hvernig
mór er skorinn í Bayern á
Pýzkalandi.
I ferðasögu frá Snæfellsnesi segir lektor Pórhallur Bjarnarson
frá móskera, er tíðkast þar um slóðir. Pví miður hef ég ekki
sjálfur séð hann, en eftir lýsingu lektors lítur út fyrir að hann sé
einkar hentugur.