Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Page 46

Eimreiðin - 01.01.1905, Page 46
4Ö og hættir til að springa, og sígur næsta oft vatn í sig, og það þótt hann sé orðinn mikið til þur, hann blotnar fljótt upp aftur. Við tilraunir, sem gjörðar hafa verið, reyndist, að skorinn mór saug í sig 29°/o af vatni, á sama tíma og undir sömu kringum- stæðum, sem eltur mór tók ekki í sig nema 1,5 °/o. I umhleyp- ingatíð ér því mjög erfitt að þurka skorinn mó, og auk þess tapar 5. mynd. hann talsverðu af hitagildi sínu, er hann blotnar upp aftur og aftur. Margar tilraunir hafa því verið gjörðar til að þurka mó á fljótari og öruggari hátt. I Svíþjóð eru allvíða brúkaðar þurkgrindur (sjá 5. mynd), og eru þær svo gjörðar: Staurar eru reknir niður með 2—3 álna millibili í beinar raðir. Á staura þessar eru negldar þverslár og er rúmlega eins langt á milli þeirra og venjuleg mó- flaga er breið. Lengd þverslánna er tvær móflögulengdir. Á þessar þverslár eru lagðir rimlar og eru móflögurnar lagðar á rönd, hver við hliðina á annarri, á þá, og liggja þær þar, unz þær eru þurrar. Purk- grindur þessar kosta á skógríkum stöðum hér um bil 10 krónur fyrir hverja smálest af mó, er þær rúma. Á íslandi mundu þær kosta 2—3 sinnum meira. Önnur þurkgrind með litlu þaki yfir sést á 6. mynd. Hún er einkum ætluð véleltum mó Og er borðbútunum með móflögun-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.