Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Side 47

Eimreiðin - 01.01.1905, Side 47
47 um á stungið inn í hana. Þurkgrind þessi er kend við hinn fræga móvélasmið Anrep. Sumstaðar tíðkast að hlaða móflögunum hverri ofan á aðra utan um háar stengur, sem stungið er niður í mýrina; á öðrum stöðum eru settir niður staurar með hvössum snögum, sem móflögurnar eru hengdar á. Til eru og reglulegir móhjallar, sem verja móinn alveg fyrir regni. Peir eru mjög dýrir og sleppi ég því að lýsa þeim hér. Með áðurnefndum þurkgrindum er hægt að fullþurka mó fjór- um til fimm sinnum á sumri og það norðarlega í Svíþjóð, þar sem sumarið er ekki að neinum mun betra en á íslandi. Pví miður eru öll áðurnefnd þurkáhöld bæði dýr í upphafi og endast auk þess illa. Pau auka því kostnaðinn við mógjörðina að mikl- um mun. Á Pýzkalandi eru sumstaðar brúkaðar þurkgrindur fyrir mó, og er þar talið, að þær hækki verð hans um 2,50 kr. á smá- lestinni. Með því að brúka þurkgrindur lengist móvinnutíminn um meira en mánuð, og mórinn verður að jafnaði betri og úrgangs- minni. í Noregi hefur vagnasmiðurinn Jakob Irgens smíðað nokkurs- konar móþurkvagna eða móhjalla á hjólum. Eru þeir einkum ætl- aðir fyrir þureltan mó. Vagnar þessir eru af járni gjörðir og mó- flögurnar eru lagðar í net úr gjarðajárni, svo loftið leikur um þær á alla vegu. Við tilraunir er gjörðar hafa verið með vagna þessa reyndist að á 6—8 dögum þornaði mórinn svo, að í honum voru nálægt 66 °/o af vatni. Má þá hreykja honum og fullþornar hann þá á nálægt 3 mánuðum. Vagnarnir kosta 200 krónur, en því miður hef ég ekki með vissu fengið at vita enn þá, hvað mikið þeir taka af mó, svo ég get ekki sagt um kostnaðinn við að brúka þá, en sjálfsagt er hann talsverður. MÓELTA. Hér að framan (bls. 45—6) var lýst með nokkrum orðum innra byggingarlagi mósins og göllum þeim, er leiða af því. Til þess að ráða bót á þessum göllum er mórinn eltur, þ. e. a. s. tættur í sundur og hnoðaður, svo að smápartar hans losni sem mest hver frá öðrum og mismundi lög blandist sem bezt saman. Við þessa meðferð verður hann miklu samfeldari og meira samkynja, og við þurkinn dregst hann meira og jafnar saman en áður og verður þá harðari og þyngri í sér. Að elta mó hefur tíðkast afar- lengi, jafnvel alt frá fornöld (sjá bls. 32), en það var ekki fyr en

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.