Eimreiðin - 01.01.1905, Síða 54
54
er 5 m. Hornrétt útfrá aðalsporinu er lögð röð af mótagrindum
235 m. á lengd, og meðfram þeim hreyfilegt spor, sem er tengt
við aðalsporið með sporskifti. Petta hreyfilega spor sést á 11.
mynd. Móleðjan er steypt í mótagrindur úr tré (8. mynd). Pær
eru 183 cm. á lengd 141 cm. á breidd og 8 cm. á hæð. Hverri
grind er skift í 55 rúm og eru þau að innanmáli 25 cm. á lengd,
14 cm. á breidd. Hvert rúm ætti því að taka 25 X 14 X 8 =
2800 cm8., en af því að jörðin, sem grindurnar eru lagðar á, er
ætíð dálítið mishæðótt, tekur hvert rúm að meðaltali 3000 cm3.
Móköggullinn vegur nýsteyptur 3,5 kíló og þur 0,5 kíló. Á fremri
rönd grindanna eru tvö járnhandföng, og á eftri hornunum eru
50 cm. langir »fætur« úr járni. Grindurnar eru að ofan og neðan
11. mynd.
lagðar gjarðajárni til þess að verja þær sliti. Pegar vagnlestin er
komin að tómu mótgrindunum — ætíð er byrjað fjærst aðalspor-
inu — er steypt úr öðrum hvorum vagni og vagnlestinni síðan
ekið lengd sína aftur á bak og steypt úr vögnunum, sem eftir
voru. Leðjan er nú jöfnuð í mótin með stórum tréklárum (sjá
11. mynd) og trérekum, svo öll mótin verði full, síðan er sléttað
yfir með 50 cm. löngu og 10 cm. breiðu stálblaði, sem fest er á
1,5 m. langt skaft. f’egar öll mótaröðin er full, er þversporið flutt
sem svarar grindar lengd; því næst eru mótagrindurnar fluttar um
set. Tveir menn taka sinn í hvert handfang á grindinni, lyfta
fremri röndinni svo hátt upp, að aftari röndin taki upp yfir mó-
flögurnar, sem liggja eftir á jörðinni, og draga svo grindina, án
þess að hún snerti móköglana, svo langt fram, að aftari röndin