Eimreiðin - 01.01.1905, Qupperneq 55
55
verði þar sem sú fremri var áður. fversporinu er ýtt fast að móta-
grindunum, þær fyltar á ný og svo koll af kolli. Pví lengur sem
mórinn liggur í mótinu, því betra er það; venjulega eru mótagrind-
urnar teknar burt eftir io—15 mínútur.
Til að fylla eina röð af mótagrindum — 166 grindur með
9130 móköglum — þarf hér um bil 75 vagnhlöss. í vagnlest-
inni eru því annaðhvort 13, 15 eða 19 vagnar, eftir vegalengd-
»inni, og þarf þá 6, 5 eða 4 lestir í hverja röð. Til að draga vagn-
lestina þarf 1 hest fyrir hverja 7—8 vagna. Við móleðju-safn-
kassann liggur sporið undir fremri röndinni (9. mynd) og á botni
hans eru 10 hlemmar eða lokur, er skotið er frá með handfangi,
svo leðjan rennur út um opin og fyllir vagnana, sem undir þeim
standa, á örskömmum tíma. Pegar vagnarnir í lestinni eru fleiri
en 10, eru 10 fremstu vagnarnir fyltir fyrst, lestinni svo ekið fram
eftir þörfum og þeir aftari fyltir. I'aö tekur aðeins i'/a mínútu að
fylla alla vagnana. Pegar þurkvöll.urinn er alþakinn mó öðrumegin
við aðalsporið, eru mótagrindurnar og lausasporið flutt yfir á hinn
hlutann og ganga til þess 2—3 tímar.
Dagsverkið er með 11 tíma vinnu 50—65, mest 75 smáiestir
af þurrum mó.
Mannaflinn er: 2 menn taka rofið af og passa sporin í mógröf-
inni, 8 menn grafa upp móinn og hlaða honum á vagnana, I full-
orðinn maður og 1 drengur flytja móinn að eltivélinni og 2 menn
eru við eltivélina og 1 passar gufuvélina. 1 fullorðinn maður og
2 drengir aka móleðjunni út, 3 jafna henni f mótagrindurnar og 2
flytja lausasporið og hjálpa til við flutning mótagrindanna. Alls
20 menn fullorðnir og 3 drengir.
PURKUNIN.
Til að þurka móinn eru hafðar konur og börn. Er þar tvent
er gjöra þarf, að reisa móinn og hreykja honum. Mórinn er reistur
strax þegar köglarnir eru svo þurrir að þeir halda sér. Eftir veðr-
inu eru þeir það eftir 4—20 daga. Æft barn reisir 6000 mókögla
á klukkutímanum. Pegar mórinn er orðinn svo þur, að hann þolir
meðferð, er honum hreykt í 1,7 m. hrauka og í þeim situr hann
þar til hann er fullþur. Stærð hraukanna er valin svo, að 8
hraukar eru vagnhlass eða 2500 móköglar. Æfð kona hreykir
2500 móköglum á klukkutímanum. Pegar bezt viðrar, þornar mór-