Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Síða 59

Eimreiðin - 01.01.1905, Síða 59
59 til, að hver maður hafi 6 krónur á dag og 2 krónur séu borgaðar fyrir hest og vél. Vinnutíminn var ii—12 tímar. I ákvæðis- vinnu var borgað 0,25 krónur fyrir þurkun og 0,50 krónur fyrir fiutning til járnbrautarstöðvanna á hverjum 1000 móflögum. 1000 móflögur, er vega 0,5 kíló hver, kosta þá komnar í járnbrautar- vagn 2,25 krónur eða smálestin 4,50 krónur. Mórinn er mjög góður og söluverð hans 7,50—8,00 krónur. Hestarnir, sem ég sá fyrir þessum móvélum, voru fremur litlir, ekki miklu stærri en stærstu hestarnir heima, og veittist þeim þó ekki erfitt að reka vélina allan daginn. Eltivélin er svo einföld, að vel er hægt að smíða hana heima og eins mótagrindurnar, hjólbörurnar o. s. frv. Frá út- 14. mynd. löndum þyrfti ekki að kaupa nema hestaganginn, eða jafnvel ekki nema tannhjólin 1 hann. Móvél frá Noregi af þessu tægi sést á 13. mynd, Er hún lítið eitt stærri en Pindstrup-vélarnar, enda er vinnuaflið talsvert meira, en aðferðin er hin sama. Eftir skýrslu frá Noregi, kosta þessar vélar með öllum útbúnaði alt að því 600 krónur, og búa til 7—8 smálestir af þurum mó á dag, með 10 klukkustunda vinnu. Er það hlutfallslega minna en í Pindstrup, og kemur það sjálfsagt af því, að norskir vinnumenn eru ekki eins æfðir í þessari grein móiðnaðarins og danskir móvinnumenn. I Noregi er talið að ein smálest af mó þurum á þurkvelli, unnin með vél- um þessum, kosti 4,15 kr. Mér þykir líklegt, að þéssi litla vél mundi reynast hentug

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.