Eimreiðin - 01.01.1905, Side 60
Séð frá hlið. 15. mynd. Séð ofan frá.
60
víöa heima, þar sem þarf að taka upp mó að nokkru ráði og
mórinn er ekki svo góður, að hann sé hentugur til móskurðar.
Auk þessara áður nefndu
móeltivéla, er ein tegund enn,
sem er talsvert frábrugðin, nefni-
lega fljótandi móeltivélar.
Pær eru uppfundnaraíRitmester
Rahbek, og hafa reynst svo vel,
að nú eru 13 slíkar vélar hér í
Danmörku. Munurinn á þeim
og föstu vélunum er, að elti-
vélin og aflvélin — gufuvél eða
öllu heldur steinolíumótór —
| eru á grunnum, flatbotnuðum
i bát (pramma) er flýtur í mó-
gröfinni. Með þessari tilhögun
sparast flutningurinn á mónum
til eltivélarinnar, mónum er
kastað beint í eltivélina. Á
15. mynd sést aðalútbúnaður-
inn. Á hliðarmyndinni sést að
lyftivél, af sömu gerð og tíðk-
ast við föstu vélarnar, lyftir mó-
leðjunni frá eltivélinni upp í
safnkassa á bakkanum. Safn-
kassinn er tæmdurí steypivagna
á sama hátt og lýst er við föstu
vélarnar. Safnkassinn verður
auðvitað að vera hreyfanlegur,
enda sést á myndinni að hann
er á hjólum. Aflvélin er ekki
á myndinni, en henni er ætlað
rúm þeim megin á bátnum,
sem frá bakkanum snýr; vegur
hún þá á móti lyftivélinni. Flutn-
ingur frá vélinni og mótun mós-
ins er eins og við föstu vélarnar.
Á 15. mynd sést slík vél við
vinnu. Til vinstri á myndinni