Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Síða 66

Eimreiðin - 01.01.1905, Síða 66
66 III. LANGNÆTTI Langt er langnætti, en ljúf er andvaka liggi ljóðstafir á lausum kjala — liggi líknstafir ljóðagyðju huga handbærir í hróðrarsmíð. Ligg ég langsetis; liðinn er dagur; drúpir dugfýsi að dúnhægindum. Blundar barn í sæng, brosir í draumi yngsti arfi minn — ungi í hreiðri. Kreppir kona mín kné að sveini; svo er sonur vor í svefni geymdur. Er sá ung-laukur óhultur nú fyrir fannkyngi farand-bylja. Brosir beinagrind bragasmiðs — sofnaðs svefnbrjóts í Sifjarskauti, sjái sóldaga sýnu fleiri synir Sandbúa en sjálfur hann. Sækja að sál minni er sumri lýkur skuggar skolbrýndir — skratta-frændur. Setjast surtar þeir að sjáaldri lúins landmanns í langnættinu. Verður vonum manns varnarskortur undir annríkis áraburði. Ilt er erfiði endalaust anda eldnæmum, sem útsýn þráir. Enn er ungviði Brestur barnamann ærinn kostur bein í hendur, bylja barnings horfinn heilsusæld og biturs kulda, hversdagslega. ef hans æfiþráð Bindur blákaldar örlaganorn í báða skó lætur langdreginn iljar útslitnar loppu-gómum. örlaganorn.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.