Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Side 67

Eimreiðin - 01.01.1905, Side 67
6; Peim er þjóðlegt kal í þvísa landi ódýrt úthlutað sem aleinn fer. Hlægir hug minn eitt 1 húmi hverju er ég eign mína yfir lít: öll er óseld mín óðalslenda — Braga-bláskógar og bjargastorð. Veit ég Vonaskarð vera í fjöllum — Braga-bláfjöllum beint í austri — móti morgunsól — margra rasta, ótal einstiga undra skarð. Sízt er séð til fulls að sonum mínum verði vegleysa Vonaskarð. Enn er ónumið í óbygðum. Geta gullnámar í grjóti dulist. Margt í koti karls kann að vera það sem þjóðkóngi er þeygi veitt. Vinnur vorhugur að vegabót. Enn mun æskuþrá ósérhlífin. Enn mun æskuþrá við árroða breiða út brosandi báðar hendur, syngja sjafnaljóð sólar fóstra: ungum árdegi, unz alt um þrýtur. íslenzkur lögfræðingur vestan hafs. Sá, er fyrstur allra Vestur-íslendinga tók próf í lögum og flutti mál fyrir dómstólum þessa lands, var MAGNÚS BRYNJÓLFSSON. Hann er fæddur að Skeggjastöðum í Svartárdal í Húnaþingi, 28. dag maímánaðar 1866. Faðir hans er Brynjólfur Brynjólfsson, Magnússonar, bónda að Starrastöðum í Hegranesþingi, Magnússonar. Móðir Brynjólfs Magnússonar var Guðrún dóttir Stefáns bónda að Skatastöðum i Austurdal, og konu hans Sólborgar Bjarnadóttur frá Skjaldastöðum í Öxnadal. (Afkomendur þeirra hjóna, Stefáns og Sól- 5

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.