Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Síða 69

Eimreiðin - 01.01.1905, Síða 69
69 að í Cavalier í N. Dakóta, þar sem hann dvelur enn; og er hann nú bæjarstjóri þar. — Fyrstu þrjú árin eftir að hann fór að gegna mál- færslustörfum, var hann í félagi við Dani'el J. Laxdal, sem byijaði að stunda málfærslustörf veturinn 1890; en samkvæmt beggja vilja, og alveg þykkjulaust, hættu þeir þeim félagskap árið 1893. Síðan hefir Magnús ekki verið í félagi með öðrum lögmönnum. Að stjórnarmálum fylgir hann flokki Demókrata. Og 1896 sótti hann undir merkjum þess flokks um lögsóknara-embættið (States Att- orney's embættið) í Pembínahéraði, en bar þá lægra hlut með 70 at- kvæða mun. Árið 1902 sótti hann á ný um sama embættið, undir merkjum sama flokks, og hlaut þá kosningu með frekum 200 atkvæð- um fram yfir keppinaut sinn; voru þó Repúblíkanar þá um 670 at- kvæðum sterkari í kjördæminu, en flokkur Magnúsar, enda var hann sá eini Demókrat, sem náði embætti í Pembínahéraði við þær kosn- ingar. Sýnir þetta, hversu vinsæll Magnús er, og hversu mikið traust menn báru til hans, að fleiri hundruð manna úr andstæðingaflokki hans í stjórnarmálum skyldu greiða atkvæði með honum. Enda er Magnús sérlega vinsæll maður. — Og öllum kemur saman um, að hann hafi gegnt lögsóknara-embættinu með mesta dugnaði, síðan að hann tók við því. Haustið 1898 kvæntist hann og gekk að eiga ungfrú Sigríði Magnúsdóttur, Halldórssonar, Sigurðssonar prests að Hálsi í Fnjóska- dal. Hún er góð kona og gáfuð og hefir náð hárri mentun, og er hún í fremstu röð íslenzkra kvenna vestan hafs. Magnús Brynjólfsson er vel meðalmaður á hæð, fallegur í vexti og karlmannlegur, og hinn prúðmannlegasti í framgöngu. Hann er fríður maður sýnum, höfðinglegur og bjartuv yfirlitum, ennið mikið og augun djúp og gáfuleg. Hann er allra manna bezt máli farinn, og röddin skír og sterk; stálminnugur er hann, og bráðskarpur og fljótur að sjá, hvað til bragðs á að taka; starfsþol hans er næstum dæmalaust, kappið mikið ogkjark- urinn óbilandi. Er hann talinn með þeim allra ötulustu, beztu og hepnustu lögfræðingum í N. Dakóta. — Hann er sannur höfðingi í lund, svo að leitun mun vera á öðrum eins, og það með höfðinglyndri þjóð. Örlæti hans og gestrisni er við brugðið. Hann er sannur vinur vina sinna — er ekki eitt í dag og annað á morgun — og það má æfinlega reiða sig á loforð hans. Hann er í fremstu röð allra Vestur- íslendinga, bæði sem gáfumaður og mannkostamaður. Og hann er og Verður íslendingum til sóma, hvar sem hann kemur fram meðal hér- lendra manna. — Betri og djarfari dreng hefi ég aldrei þekt. Hallson í N. Dakóta, 18. júlí, 1904. J. MAGNÚS BJARNASON.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.