Eimreiðin - 01.01.1905, Side 71
7l
í öðrum löndum og að síðustu um hvað gera þurfi til að auka smjör-
gerðina og bæta verkun þess. Fyrirlesturinn er bæði fróðlegur og
hvetjandi. V. G.
ALDAMOT. XIII. ár. Winnipeg 1903.
Af aðfengnum ritgerðum í þessum árg. Aldamóta er eiginlega að-
eins ein frumsamin: »Hvað er í veði?« (stutt bindindisræða) eftir séra
Fribrik Hallgrímsson og svo tvær þýðingar: «Dína Morris«, sögukafli
eftir George Eliot, og »f’ráðurinn að ofan« eftir danska skáldið Jó-
hannes Jorgensen. Alt annað er eftir ritstjórann sjálfan, séra Fr. J.
Bergmann: «Kristsmynd úr íslenzkum steini« (kirkjuþingsfyrirlestur),
>Tveir kirkjulegir fyrirmyndarmenn* (Norðmennirnir H. N. Hauge og
Gisle Johnson), »Leggið rækt við trú yðar!« (Tjaldbúðarræða), »Skóla-
stjórn með enskum þjóðum«, »Vestur-íslenzk menning«, »Austur- og
Vestur-íslendingar« og »Undir linditrjánum« (ritdómar um nýútkomin
íslenzk rit).
Af þessum ritgerðum viljum vér sérstaklega benda löndum vorum
heima á íslandi á skólastjómarritgerðina, sem er mjög tímabær um
þessar mundir og gefur margar bendingar, sem skólamenn vorir hefðu
gott af að athuga og laka til greina. Þá viljum vér og vekja athygli
á athugasemdinni um mannaskiftin (í ritgerðinni um Austur- og Vestur-
íslendinga), sem stöðugt eiga sér stað með ensku þjóðunum og reynst
hafa svo affarasæl. »Þetta sama,« segir höf., »ætti að geta átt sér
stað með Austur- og Vestur-íslendingum. Þeir ættu, með tímanum
að minsta kosti, að geta skifst á um menn í helztu stöður til ómetan-
legs gagns fyrir báða. Með því móti mundi þjóðemi Vestur-íslend-
inga styrkjast og eflast, og þeim betur takast að vinna sér andlega
auðlegð úr þjóðararfi sínum. Og á þann hátt mundi menning ensku
þjóðanna og starfsþor flytjast til fóstuijarðar vorrar, en umfram alt
vestrænn hugsunarháttur og mannfélagsbragur festa þar rætur.« Um
þetta erum vér fyllilega sammála. Slík mannaskifti, á líkan hátt og á
sér stað með ensku þjóðunum, gætu oiðið stórgróði fyrir ísland og
sjálfsagt nokkur gróði fyrir Vestur-íslendinga líka. Gæti t. d. sá rek-
spölur komist á, að ungir hæfileikamenn flyttu til Ameríku og dveldu
þar í nokkur ár í mismunandi stöðum, en flyttu svo aftur til íslands
í viðlíka stöður þar, þá er enginn vafi á, að útflutningsstraumurinn gæti
orðið að fijófgandi blessunarlind fyrir land vort. V. G.
NY DAGSBRUN. I, 1. Jóhann P. Sólmundsson hefir búið undir
prentun. Gimli 1904.
Rit þetta, sem er ársrit »Hins únítariska kirkjufélags Vestur-ís-
lendinga«, inniheldur auk nokkurra inngangsorða tíðindi frá tveimur
kirkjuþingum félagsins, ritgerð um tilgang þess eftir séra Jóhann P.
Sólmundsson og tvo fyrirlestra frá 1 kirkjaþinginu: »Hvert stefnir* eftir
Einar Ólafsson og »Norður og niður«, eftir séra Magnús Skaftason.
í því eru prýðisvel gerðar myndir af tveimur framliðnum únítarafor-
kólfum, Birni Péturssyni og Þorvaldi Þorvaldssyni.
Ritið er allvandað bæði að efni og frágangi. Einkum er fyrir-
lestur séra Magnúsar tilþrifamikill, þrunginn af mælsku og eldlegum