Eimreiðin - 01.01.1905, Page 75
75
með Vesturlandinu og norður fyrir Horn og fer að brydda á þeim að mun fyrir
Norðurlandi í júlímánuði, en til Austurlandsins komast þau ekki fyr en í september
eða síðar og koma þá ætíð norðan um land, en ekki frá suðurströndinni til Austur-
landsins. Aftur er jafnan mikið af veturgömlum þorskseiðum og eldri bæði við
Austur- og Norðurlandið, sem haga þó misjafnlega göngum sínum þar, t. d. frá
grunnsævi út á djúpið o. s. frv. Hér við bætast svo göngur fullorðna þorsksins, sem
eru margvíslegar; en mest kveður þó að göngum hans á vorin á grunnmiðin úti
fyrir suður- og suðvesturströndinni, þar sem ótölulegur grúi af honum safnast saman
til að hrygna. Allar þessar fiskigöngur má kalla æxlunargöngur einu nafni.
í^egar hrygningunni er lokið fer fullorðni þorskurinn aftur á flakk og hverfur nú að
mestu af grunnmiðunum við Suður- og Suðvesturlandið. Leggur þá nokkuð af hon-
um frá landi út á djúpið, en meginþorri hans virðist leita norður á bóginn, til Norð-
vestur-, Norður- og Austurlandsins, þar sem sjórinn er kaldari og nóg er af fæðu
handa honum á sumrin (t. d. loðna, sandsíli, síld o. fl.). Þessat' göngur má kalla
framfærslugöngur, þar sem þær eingöngu virðast stefna á staði, þar sem nóg
er af fæðu, en þar sem hrygning getur eigi átt sér stað En auk þessa eru og aðrar
göngur, hin svonefndu fiskihlaup, er fiskurinn færir sig ýmist fjær eða nær strönd-
inni, af grunnmiðum út á djúpið eða úr djúpi og á grunnmið o. s. frv., og er enn
eigi hægt að skýra, hvernig á þeim stendur.
fetta, sem hér hefir verið sagt, er aðeins til að gefa dálitla hugmynd um, hve
mikið praktiskt gildi þessar rannsóknir hafa; því auðsætt er, að ef menn þekkja
lifnaðarhætii og göngur fiskanna, þá geta menn með nokkurnveginn vissu vitað, hvar
þeirra er að leita á hverjum tíma árs og hagað veiðum sínum eftir því. En annars
verðum vér að vísa mönnum í bókina sjálfa, öllum þeim er dönsku skilja; en helzt
ætti að þýða bókina á íslenzku eða gera útdrátt úr henni, svo allir sjómenn ættu
kost á að kynnast efni hennar. — Bókinni fylgja io uppdrættir, sem sýna bæði
dýpi, hrygningarstöðvar, fiskimið og margt fleira umhverfis landið, og er prýðilega
frá öllu gengið. Einn af þessum uppdráttum er eftir fiskifræðing vorn Bjarna Sæ-
mundsson og lýkur höf. bókarinnar hinu mesta lofsorði á rannsóknir hans og starf-
semi alla. í^að á hanu líka eflaust skilið, en dr. Schmidt á sjálfur líka mikið lof
skilið af vorri hálfu fyrir rannsóknir sínar og alla framgöngu og stjórn Dana þakkir
fyrir fjárframlagið til þeirra. V G.
UM HRÓLF KRAKA OG SKJÖLDUNGA HINA FYRRI (»Danmarks helte-
digtning, forste del: Rolf krake og den ældre Skjoldungrække«, Kbh. 1903) hefur
dr. Axel Olrik nýlega ritað mikla bók (352 bls. í 8 bl. br.). Ber hann saman
með mestu nákvæmni frásögurnar í heild og hver einstök atriði í þeim eins og frá
er sagt í fornenskum kvæðum, Vídsíði og Bjóúlfi, Bjarkamálum hinum fornu (»Hús-
karlahvöt«) og hinni latn. þýðingu Saxa fróða af þeim, frásögnum hans og forn-
kvæðum, sögu Sveins Akasonar og kronikunni um konungana í Hleiðru, Skjöldunga-
sögu, Hrólfs sögu kraka, Bjarkarímum o. fl. Við þennan samanburð, sem gerður
er með framúrskarandi skarpskygni og víðtækri þekkingu, kemur hin upprunalega
meining málsins og mergurinn orðanna í ljós. Hver þáttur, hvert einstakt atriði er
vegið á metaskálum hugsunarfræði og dómgreindar, handleikið og rætt á ýmsar
lundir, unz gullbrot sögu sannra viðburða skína gegnum skriftir skálda og
sót sögukarla. í*á kemur það í ljós, og er stutt yfir sögu farið, að um 450—550
(á þjóðflutingatímabilinu) urðu með Dönum, einkum innan hirðar, þeir viðburðir, er
frásögurnar hafa myndast um. Smáríki Dana eru þá orðin sameinuð í eina ríkis-
heild og Hleiðrargarður á Sjálandi aðsetur konunganna; sötnuðust þar að þeim