Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1908, Síða 4

Eimreiðin - 01.09.1908, Síða 4
í sama streng; og þó er það einmitt hún, sem á að taka málið að sér, og hrinda því til framkvæmda. Verið getur, að þessi stefna — sparnaðarstefnan á embættisgjöldum — sé búin að grafa um sig hjá kjósendum, og brjótist út við næstu kosningar, og vildi ég óska að svo væri; en hvort svo er, sést ekki, fyr en þær eru afstaðnar, og raun gefur vitni um, hversu kjósendur láta sér ant um að koma embættismönnunum inn á þing. Sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi*) síðasta þings, borgar ísl. þjóðin, þessar rúmar 80 þúsundir manna, til að stjórna sér, og gefa sér lög: (þing og stjórn) ioo þús. kr. árl. Til lögreglu og dómsgæzlu ........... 103 þús. 650 kr. Til kirkjumála**)...................... 28 » — — Til prestaskóla....................... 12 » 335 — I eftirlaun til embættismanna.......... 61 » — — Samtals 304 þús. 985 kr. Samkvæmt sama fjárlagafrumvarpi eru tekjur landsjóðs áætl- aðar 1 miljón 414 þús. 41 kr. á ári, þegar hálfrar miljónar króna lánið er talið með. Til þessara fjögra eða réttara sagt fimm gjaldaliða, borga landsmenn rúml. x/s hluta af árstekjum landsins, eða nál. 22 °/o. Hvað finst nú landsmönnum um þannig lagaða hagsýni? Eg tek þessa gjaldaliði, af því að sumir þeirra eru með öllu óþarfir á gjaldaskrá þjóðarinnar og aðrir að miklu leyti, og eiga því ekki undir neinum kringumstæðum að vera þar til, og skal gjörð grein fyrir því síðar; en í stuttu máli sagt er þessum upphæðum ofaukið. Til lögreglu og dómgæzlu............ 39 þús. 550 kr. árl. Til kirkjumála...................... 28 — — — — Til prestaskóla..................... 12 — 335 — — Til eftirlauna...................... 61 þús. Samtals 140 þús. 885 kr. árl. *) Tölur þessar bef ég eftir »Fjallkonimni«, og geturverið, að þær séu ekki upp á krónu nákvæmar, en miklu getur ekki munað, og sízt, að það gjöri stórt strik í reikninginn, þegar um jafnháar upphæðir er að ræða. **) Laun biskups og skrifstofukostn. er líklega talinn í þessari upphæð, þó ekki sé þess sérstakl. getið.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.