Eimreiðin - 01.09.1908, Side 8
kjósendum í hverjum hreppi til 4 ára. Hægt væri að skipa þessu
þannig niður, að sýslunefndin færi ekki öll frá í einu, heldur væri
hreppunum skift niður í 2 eða 3 hluta, sem kysu svo sína nefndar-
menn, sitt árið hver. Nefndin kysi sér sjálf, úr sínum hóp, odd-
vita eða forseta, í stað sýslumanns, sem nú er. Póknun til
sýslunefndar yrði greidd úr sýslusjóði, eins og nú er gjört.
Þá kemur næst sýsluskattheimtumaður. Pessi maður
á að innheimta öll landssjóðs og sýslusjóðgjöld í sýslunni, gegn
2 °/o í laun fyrir starfa sinn. Um þessa stöðu mundi fjöldi manna
sækja, því bæði þætti hún virðingar- og trúnaðarstaða — þó hann
að sjálfsögðu yrði að setja veð — og svo eru þessi gjöld altaf
að hækka; en fyrirhöfn við að innkalla þau vex ekki mikið fyrir
það. Embættismaður þessi á að vera kosinn til 4 ára í senn af
öllum sýslubúum. Hann væri um leið gjaldkeri sýslusjóðsins og
ætti að hafa sérstaka þóknun fyrir það úr þeim sjóði. Pessi em-
bættismaður svarar til »county collector’s« Bandamanna. Sýslu-
skattheimtumaðurinn gæti líka verið skiftaráðandi sýslunnar og
fjárhaldsmaður ómyndugra.
Pá koma næst fjórðungsdómarar 4 að tölu, launaðir úr
landssjóði með 3500 kr. hver og 1000 kr. í ferðakostnað (honum
mætti skifta niður, eftir stærð hvers umdæmis). Dr. Valtýr
hefur ótvíræðlega sannað, að dómarar þurfa eigi að vera fleiri á
öllu landinu. í Norður-Dakota eru 6 dómarar, en fólksfjöldinn á
fjórða hundrað þúsund. Á sumrin eru samgöngur orðnar góðar,
og þá mundu þeir helzt ferðast um til dóma. Peir ættu að eiga
heimili sinn í hverjum höfuðstað landsins, Reykjavík, Isafirðí,
Akureyri og Seyðisfirði. Eftir fólksfjölda, — og við það verður
helzt að miða — ætti hver að hafa umdæmi eins og hér segir:
1. Suðurumdæmi: Vesturskaftafellssýsla, Rangárvallasýsla, Vest-
mannaeyjasýsla, Árnessýsla, Kjósar og Gullbringusýsla. 2. Vestur-
umdæmi: Mýra og Borgarfjarðarsýsla, Hnappadals og Snæfellsnes-
sýsla, Dalasýsla, Barðastrandar, ísafjarðar og Strandasýslu. 3.
Norður-umdæmi: Húnavatns, Skagafjarðar, Eyjafjarðar og Suður-
Pingeyjarsýsla. 4. Austurumdæmi: Norður-Pingeyjarsýslu, Norður-
og Suður-Múlasýslur og Austur-Skaftafellsýsla. Að sjálfsögðu ættu
þessir dómarar að vera eftirlitsmenn laganna hver í sínu umdæmi,
því dómstörfin yrðu þeim ekki tilfinnanleg, meðan fólksfjöldi er
ekki meiri en nú er.
Pessir dómarar eiga að vera kosnir eins og aðrir embættis-
menn til 4 ára af öllum kjósendum umdæmisins.