Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1908, Síða 9

Eimreiðin - 01.09.1908, Síða 9
169 Pá eru næstu embættismennirnir yfirdómararnir. Hvert starf þeirra er, vita allir. Eg vil hafa yfirdóminn í landinu svo góðan og fullkominn, aö engin mál fari lengra — engin mál fari út úr landinu, enda þó þaö sé í sambandi við önnur lönd — En til þess að fá fullkominn yfirdóm, þarf að mínu áliti þetta tvent. i. Bæta við í hann tveimur mönnum, svo dómararnir verði 5 í stað 3; og 2. að banna yfirdómurunum stranglega að fást opinberlega við pólitísk flokksmál, meðan þeir hafa það embætti á hendi. Fyr en þetta er fengið, einkanlega síðara atriðið, eru landsmenn aldrei vissir um að fá óhlutdrægan yfirdóm, en það er eitt af stærstu og mest áríðandi spursmálum þjóðanna. Að bæta tveimur dómurum við í yfirdóminn kostar landið 8ooo kr. á ári, en í það er ekki horfandi. Pað er afaráríðandi, aö landsménn geti allir borið fult traust til síns æðsta dómstóls. Yfirdómararnir eiga að vera kosnir af öllum landsbúum, eins og aðrir almennir þjónar þjóðarinnar, og til sama tíma, 4 ára. Pað gefur að skilja, að þá má endurkjósa, sem alla aðra, ef þjóðin vill trúa þeim fyrir embættunum áfram. Að síðustu kemur stjórnin sjálf. Hún á einnig að vera kosin af öllum landsbúum til 4 ára; það er að segja, skrifstofu- stjórarnir og landritarinn; og náttúrlega sjálfsagt ráðherrann líka, ef landið yrði sjálfstætt ríki. (þá yrði nafninu líkl. breytt í jarl eða ríkisstjóri). Meðan landið hangir í sambandi við Danmörku, býst ég við, að konungur Dana vilji að nafninu til skipa ráð- herrann, en alþingi ætti æfinlega að kjósa manninn — ekki úr sínum flokki, því ráðherrann á ekki að vera þingmaður — með meiri hluta atkvæða og þannig ráða, hver hann væri. Skrifstofu- þjóna sína ætti hver deildarformaður að fá að ráða sjálfur, því þeir bera ábyrgð hver á sinni deild. Eg hefi gjört kjörtímabilið 4 ár, en Bandamenn hafa það aðeins 2 ár fyrir alla þessa embættismenn, sem taldir hafa verið og þingið líka. Öll þau opinber starfs-embætti, sem nú eru veitt af stjórn- inni eða af konungi að nafninu til, svo sem póstmeistara, kennara, verkfræðinga, starfsmanna við söfn, ofl. ofl., ættu að vera veitt á sama hátt og samskonar embætti hjá Bandamönnum, sem sé þann, að ráðherrann tilnefnir manninn, og setur hann til að gegna stöðunni eða embættinu, — ef hún losnar milli þinga — en þegar þingið kemur saman, þá verður ráðherra (ríkisstjóri þar) að til-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.