Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1908, Page 11

Eimreiðin - 01.09.1908, Page 11
\7i verður stjórnin að fara frá völdum, ef hún fær ekki samþykt þau frumvörp, sem hún leggur sjálf fyrir þingið. Með öðrum orðum, ef hún hefur ekki meirihluta þingsins sér fylgjandi. Verið getur, og það hefur oft komið fyrir, að frumvörp*), sem stjórnir hafa lagt fyrir þing, hafa riðið algerlega í bága við sannfæringu þeirra eigin flokksmanna. En hvað gjöra stjórnarþingmenn, þegar svo ber undir? Pað, að þeir stinga sinni eigin sannfæringu svefn- þorn, og greiða atkvæði með frumvarpinu, stjórninni í vil, til þess að fella hana ekki, og til þess að firra sjálfa sig því, að þurfa að fara á nýjan leik fram fyrir kjósendurna, til að biðja um kosningu. I'annig er gangurinn í þessum tilfellum hér í Canada, og þannig er það annarstaðar, þar sem líkt fyrirkomulag er. Pingmenn Bandamanna mega aftur á móti æfinlega greiða atkvæði eftir sannfæringu sinni, án nokkurs ótta. Þeir hafa því undir öllum kringumstæðum ástæður til að láta sína eigin skyn- semi og hagsmuni kjósenda sinna ráða gjörðum sínum í stað þess að láta einn mann, eða lítinn flokk manna ráða þeim (stjórnar- form. eða stjórnina). Tvent er það mjög mikilsvarðandi, sem Bandamenn hafa í lögum sínum, og snertir embættismenn þeirra og þingmenn, og það er þetta: i. að þeir banna æðri embættis- mönnum kjörgengi til annarra embætta eða sýslana, hverjar sem eru, meðan þeir hafa embættið á hendi, og dómurum að gefa sig við pólitískum málum nema að greiða atkvæði sitt. 2. Þeir krefjast þess, að allir embættismenn og þingmenn eigi heima í því umdæmi eða kjördæmi, sem þeir eru embættismenn eða fulltrúar fyrir. Hvorttveggja þetta ættu Islendingar að taka upp. Sem betur fer, er mentun komin svo langt á Islandi, að það er óþarfi fyrir sýslur, t. d. að fara út fyrir sín eigin takmörk til að sækja þing- mann, eða aðra fulltrúa. Sá, sem búsettur er í kjördæminu, er að öllum jafnaði miklu færari um að vita, hvað þarf að gjöra fyrir kjördæmið — og eins fær um að vita, hvað landinu í heild kemur að gagni — heldur en sá sem aldrei kemur í það, nema ef tii vill að eins einu sinni rétt fyrir kosningar. Og ekki get ég annað séð, en bóndinn og *) Þarf ekki annað en minna á kosningalagafrumvarpið, sem stjórnin lagði fyrir síðasta þing.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.