Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1908, Qupperneq 11

Eimreiðin - 01.09.1908, Qupperneq 11
\7i verður stjórnin að fara frá völdum, ef hún fær ekki samþykt þau frumvörp, sem hún leggur sjálf fyrir þingið. Með öðrum orðum, ef hún hefur ekki meirihluta þingsins sér fylgjandi. Verið getur, og það hefur oft komið fyrir, að frumvörp*), sem stjórnir hafa lagt fyrir þing, hafa riðið algerlega í bága við sannfæringu þeirra eigin flokksmanna. En hvað gjöra stjórnarþingmenn, þegar svo ber undir? Pað, að þeir stinga sinni eigin sannfæringu svefn- þorn, og greiða atkvæði með frumvarpinu, stjórninni í vil, til þess að fella hana ekki, og til þess að firra sjálfa sig því, að þurfa að fara á nýjan leik fram fyrir kjósendurna, til að biðja um kosningu. I'annig er gangurinn í þessum tilfellum hér í Canada, og þannig er það annarstaðar, þar sem líkt fyrirkomulag er. Pingmenn Bandamanna mega aftur á móti æfinlega greiða atkvæði eftir sannfæringu sinni, án nokkurs ótta. Þeir hafa því undir öllum kringumstæðum ástæður til að láta sína eigin skyn- semi og hagsmuni kjósenda sinna ráða gjörðum sínum í stað þess að láta einn mann, eða lítinn flokk manna ráða þeim (stjórnar- form. eða stjórnina). Tvent er það mjög mikilsvarðandi, sem Bandamenn hafa í lögum sínum, og snertir embættismenn þeirra og þingmenn, og það er þetta: i. að þeir banna æðri embættis- mönnum kjörgengi til annarra embætta eða sýslana, hverjar sem eru, meðan þeir hafa embættið á hendi, og dómurum að gefa sig við pólitískum málum nema að greiða atkvæði sitt. 2. Þeir krefjast þess, að allir embættismenn og þingmenn eigi heima í því umdæmi eða kjördæmi, sem þeir eru embættismenn eða fulltrúar fyrir. Hvorttveggja þetta ættu Islendingar að taka upp. Sem betur fer, er mentun komin svo langt á Islandi, að það er óþarfi fyrir sýslur, t. d. að fara út fyrir sín eigin takmörk til að sækja þing- mann, eða aðra fulltrúa. Sá, sem búsettur er í kjördæminu, er að öllum jafnaði miklu færari um að vita, hvað þarf að gjöra fyrir kjördæmið — og eins fær um að vita, hvað landinu í heild kemur að gagni — heldur en sá sem aldrei kemur í það, nema ef tii vill að eins einu sinni rétt fyrir kosningar. Og ekki get ég annað séð, en bóndinn og *) Þarf ekki annað en minna á kosningalagafrumvarpið, sem stjórnin lagði fyrir síðasta þing.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.