Eimreiðin - 01.09.1908, Page 14
•74
sýnt við landritara kosninguna á kjörseðlinum; þar eru þau 8, svo
4 umsækendur geta verið af hverjum flokki.
4. Eins og sést á kjörseðlinum er annað hvert strik autt,
en það er gjört til þess, að kjósandinn geti fært þar inn sjálfur,
nöfn manna, sem hann vill kjósa, ef honum annaðhvort líkar enginn
af þeim, sem í vali eru á kjörseðlinum fyrir eitthvert embætti,
eða þá ekki nema t. d. 3 af 5, sem hann á að kjósa (t. d. yfir-
dómara). Kjósandinn er ekki neitt bundinn við að greiða þeim
mönnum atkvæði, sem á listanum eru, ef hann vill ekki gjöra það.
Hann getur sjálfur skrifað inn í eyðuna nafn þess manns, sem hann
vill kjósa; sitt eigið, ef hann vill. En það gefur að skilja, að ef
kjósandi greiðir einhverjum atkvæði, — hvort heldur það er sjálfur
hann eða annar — sem vitanlegt er að ekkert fylgi hefir, þá er
hann að eyðileggja kosningarrétt sinn, dýrmætustu réttindin, sem
hann á.
Auðu strikin eru einnig til þess, að inn á þau getur kjósandi
flutt menn, sem eru í öðrum stjórnmálaflokkum, og greitt þeim
þar atkvæði, ef honum þykir það fyrirhafnarminna en setja X við
nafnið í hans eigin dálki t. d. ef landvarnarmaður vill kjósa al la
embættismennina nema aðeins einn úr landvarnarflokknum, (og
ekki eru fleiri í kjöri um hvert embætti, en sú tala, sem kjósa
má) þá setur hann X við landritaranafnið (efsta nafnið á seðlinum),
en ekkert við nein önnur nöfn, og merkir það þá, að hann kýs
alla embættismennina, sem honum ber að kjósa, landvarnarmenn,
nema einn, þann sem hann hefur flutt inn í landvarnardálkinn úr
»óháða« dálkinum, eins og sýnt er á kjörseðlinum í skrifstofustjóra-
kosningunni. Ear er nafnið »Helgi Pálsson« flutt inn í eyðu í land-
varnardálkinn og merkir, að hann er kosinn, en um leið og
kjósandinn færir þannig eitt nafn til, verður hann að strika yfir
það nafn í dálkinum, sem hann vill ekki kjósa, eins og líka er sýnt
á kjörseðlinum. Par er nafnið »Lárus Einarsson« sett í sviga, sem
á að tákna, að strikað sé yfir þaö. Þessi kjósandi, sem nú hefur
verið talað um og þannig fer að við kosninguna, hefir kosið ein-
tóma landvarnarmenn í öll embætti, nema eitt skrifstofustjóra-
embættið, í það kaus hann »óháða« manninn, sem hann flutti.
Við hans nafn þarf hann ekki að setja X-
Pegar kjósandinn bindur sig ekkert við flokksfylgi, heldur aðeins
velur hæfustu mennina, sem honum þykir vera, hvaða flokk sem
þeir fylla, þá viðhefur hann þá aðferð, sem sýnd er á kjörseðlin-