Eimreiðin - 01.09.1908, Page 16
176
manna í héraðinu. Kostnað við atkvæðagreiðslu við lækniskosning-
ar (í embætti eða úr) yröi læknisumdæmið sjálft að borga (o:
hrepparnir í því). Landlæknirinn gjöri ég ráð fyrir að yrði fyrst
um sinn skipaður af ráðherra í samráði við alþingi.
Næst er þá að tala um andlegu stéttina'íslenzku. Öll Ameríka
t. d. og mörg fleiri ríki leggja ekki einn einasta pening af alþjóðar
fé til kirkjumála, leyfa hverjum að hafa þau trúarbrögð, sem honum
sýnist, og styðja engin trúarbrögð að neinu leyti, hvorki með
kenslustofnunum (prestaskóla) eða neinu öðru.
Hver einstaklingur verður í þeim efnum að sjá um sjálfan sig,
og hvert trúfélag sömuleiðis. Petta er líka það eina rétta, eins á
íslandi og annarstaðar, og því er óumflýanlegt að skilja ríkið og
kirkjuna, og láta einstaklingana sjá sér fyrir kirkjulegum þörfum,
eins og annarstaðar, ef þeir vilja. Pví er ver, að Islendingar eru
ekki búnir að þessu, eins og þjóðin hefur viljað og beðið um nú
á síðustu tímum, í stað þess að vera að eyða fé þjóðarinnar í
þúsunda tali að óþörfu, í annan eins barnaleik og kirkjumálamilli-
þinganefndina og kirkjumálalöggjöf síðasta þings, sem alveg er
áreiðanlegt, að verður öll eyðilögð (með aðskilnaði ríkis og kirkju)
á næstu árum, ef til vill þegar á næsta þingi.
Um leið og ríkið og kirkjan eru aðskilin, verður auðvitað að
leggja niður prestaskólann, því ríkið verður að vera laust við öll
kirkjumál, enda gæti það ekki með neinni sanngirni stutt að
sérmentum presta fyrir einn trúarflokk. þeir flokkar fólks, sem
presta vildu hafa, yrðu að sjá sér sjálfir fyrir þeim presti, sem
væri við þeirra hæfi, hvað trúarbrögð snertir, alveg eins og er hér
í landi. Prestaefni íslenzk geta fengið sérmentum sína í trúar-
brögðum, hvort heldur sem er únítarisk eða lútersk, — sem yrðu
að líkindum helztu trúarbrögð Islendinga — eins vel hér í Ameríku
eins og annarstaðar, þangað til félög í landinu sjálfu vildu taka
að sér að stofna og starfrækja prestaskóla. Ef prestaefni kæmu
hingað, til að ganga í prestaskóla, þá gætu þeir hæglega unnið
á sumrin fyrir þeim kostnaði, sem þeir yrðu að standast við skóla-
námið á veturna, því kensla er ókeypis, og auk þess fá nemendur
við prestaskóla í þessu landi húsrúm, ljós og hita fyrir mjög litla
borgun, svo kostnaðurinn liggur nær eingöngu í fæðinu.
Alveg sjálfsagt er, að ríkið taki til sín allar kirkjueignirnar.
Ljóðin sem heild á þær; og þó þingið hafi vald til að gefa þær,
eða eftirláta þær einhverjum vissum trúmálaflokki, þá væri það