Eimreiðin - 01.09.1908, Qupperneq 20
i8o
hagsýni; bæði frækornin, sem þarf að sá, til þess að uppskera
það, sem íslenzku þjóðina vantar tilfinnanlegast, sem er, eins og
áður er ávikið, fleira dugandi fólk og meiri peninga.
Að síðustu sný ég máli mínu til alþýðumannastéttarinnar
íslenzku, — valdhafanna í landinu, og bið hana að athuga rækilega
tillögur mínar, ekki mín vegna, heldur vegna Islands og niðjanna
um ókomnar aldir. Hamingja Fjallkonunnar er undir því komin,
að þessi flokkur skipi sér undir rétt merki í framsóknarbaráttunni.
íslenzkir þjóðarvinir, karlar og konurl Látið aldrei úr huga ykkar
hvarfla þetta gullfallega spakmæli skáldkonungsins norska, Björn-
stjerne Björnssons.
Sú þjóð, sem veit sitt hlutverk,
er helgast afl um heim,
eins hátt og lágt má falla
fyrir kraftinum þeim.*)
Winnipeg í apríl 1908.
A. J. JOHNSON.
Guðmundur Einarsson.
(”/is 1823—15/i 1865).
ísland hefir átt mörg alþýðuskáld, sjálfsagt fleiri en nokkur önnur
þjóð að tiltölu við fólksfjölda. En allur þorri þeirra hefir átt þeim
örlögum að sæta, að nöfn þeirra hafa gleymst, alveg eins og höfundanna
að sögunum okkar frægu. Og þó hefðu mörg þeirra átt skilið, að
nafni þeirra hefði verið haldið á lofti; því þó hugarflugið og skáld-
snildin hafi ekki ætíð verið hjá þeim á háu stigi, þá hafa þó Ijóð þeirra
veitt svo mörgum unun og ánægju, að þeirra ber að minnast með
þakklæti. Þessi alþýðuskáld hafa haft sína köllun, ekki síður en stór-
skáldin eða þjóðskáldin. Ljóð þeirra hafa að vísu sjaldnast haft mikið
gildi fyrir bókmentir vorar. En fleira er matur en feitt kjöt. Svo
*) Ritgerð þessi er skrifuð með sérstökn tilliti til þess, að ísland verði annað-
hvort »fijálst sambandsland« eða »sjálfstætt ríki« á mjög nálægum tíma. Ég vona.
að Islendingar gjöri sig ekki ánægða með neitt annað. Um leið og landið yrði
annaðhvort af þessu tvennu, væri sérstaklega hentugt tækiíæri til að breyta stjórnar-
fyrirkomulaginu frá rótum.