Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1908, Blaðsíða 24

Eimreiðin - 01.09.1908, Blaðsíða 24
184 Aftur hefir Guðmundur ekki hirt um að halda bragarháttum frum- kvæðanna, eða líklega alls ekki vilj að gera það. Honum hefir fundist, að bezt ætti við að brúka tóma íslenzka hætti forna, þar sem hér væri um íslenzka fornsögu að ræða, og því eingöngu valið slíka hætti (fornyrðislag, kviðuhátt, dróttkvætt, hringhendu o. s. frv.) og jafnframt haft forna stafsetning og orðmyndir (sem vér höfum álitið réttast að halda í útgáfu sýnishornanna). En afleiðingin af því er, að þýðing hans verður ekki sungin og getur því aldrei orðið eins alþýðleg eins og þýðing Matthíasar. Nákvæm er hún engu síður, og málið á henni víða svo fallegt og orðgnóttin svo mikil, að mann rekur í rogastanz, að sjá slíkt koma frá alþýðumanns hendi -— ekki síður en því, hve vel hann kemst frá að þýða undir hinum dýrustu bragarháttum. Hinn frumkveðnu kvæði Guðmundar virðast flest stafa frá yngri árum hans, en þýðing Friðþjófssögu frá hinum síðari (hann varð aldrei nema rúml. fertugur). Láta kímnikvæðin honum þar bezt og sýna góða athugunargáfu (sbr. einnig orðtæki manna um veðrið í »þokuljóð«). Aftur eru sum af hinum alvarlegri kvæðum hans tæpast eins frumleg (talsverð áhrif frá Eggerti Ólafssyni), en þó allmerkileg sum hver, t. d. »Aldatal« (yfirlit yfir alla sögu landsins) og »Kappatal«, sem bæði eru alllöng og því ekki prentuð hér. Þó bregður þar líka fyrir hreinni skáldlegri snild (t. d. »Kalda vatnið«) og fyrirtaks rímsnild (t. d. »Hesta- vísa«), — svo mikilli snild, að landsfræg þjóðskáld mundu ekki betur gera. Annars verða sýnishornin af kvæðum Guðmundar að tala fyrir sér sjálf, enda fer betur á, að aðrir dæmi þau en Eimreiðin, — því þar er »náið nef augum«, þar sem ritstjórinn er sonur höfundarins. V. G. Kvæði. Eftir GUÐMUND EINARSSON. LÆKNIS ÁKÆRA.1) Eg hefi numið íþrótt þá, ýtum lækning veita. Stjórninni hef ég fengið frá forráð nokkra sveita; allar á ég sóttir, er þar kvelja dróttir, með margra dala meinum og skeinum. Löggiltur ég einnig er, eymdastundir manna til að stytta í heimi hér, hverjum einum því banna, inn í mitt með þetta embætti sér sletta, laun með því út ljúga og sjúga. 2) Sagt er að tildrögin til þessa kvæðis hafi verið kæra til sýslumanns frá J. Skaptason lækni í Hnausum yfir ólærðum alþýðumanni, sem fékst við lækningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.