Eimreiðin - 01.09.1908, Page 25
185
Einkaleyfi mitt ei má
maöur nokkur skeröa;
hver það gerir, harðri á
hegning fyrir verða.
En óaldar flokkur
upp er risinn nokkur,
lítt um lögin hirðir,
né virðir.
Skottulækna skríll það er,
með skapið óguðrækna;
um sveitir þessi þeysir her
og þykist kunna að lækna;
en hvernig það gengur!
ekki get ég lengur
yfir þessu þagað
og ei klagaö.
Peir eru sekir manns um morð,
— ég má það óhætt segja,
fyrst ég ei á annað borð
ætla mér að þegja.
Einn er þó verstur
og ofdirfsku-mestur,
er tekur blóð í banni,
sá glanni!
Af mér stela einatt vann,
— orðum mínum finst staður; —
yður bið ég að hremsa hann,
herra sýslumaður!
og draga hann undir dóminn,
dvínar hans þá sóminn,
eins og gildir einu •—
vér meinum — — —
Hann hefur margan heilsu sneytt
og hér með kannske lífi;
montinn sagst hafa meinum eytt,
þars mín ei lækning hrífi;
féð og frá mér plokkað,
fólkið til sín lokkað,
með tálbrögðum mörgum
og örgum.
Til yfirvaldanna eg svo góðs
ætla því að vona,
að þau þetta efni hnjóðs
umtalslaust ei svona
lengur láti standa;
legg ég, að fornum vanda,
sökina þannig setta
til réttar.
EINTAL
(ógiftrar stúlku við sjálfa sig).
Hví skal vera hugur hljóður,
hver veit hvað á eftir fer?
Máttugur er guð minn góður
að gjöra hefðarkonu úr mér,
þó ýmsir segi, eg aldrei giftist,
umkomulaus svo hátt ei lyftist.
Nei, þeir asnar mæla mega,
mér lá við að segja: skrattann hvað
sem þeir vilja; — einhver eiga
eins mig girnist fyrir það,
þó Jón og Gunna slaðri og slefi
og sleiki kjaftinn upp að nefi.
Tað er ekki mikið að marka,
þó margur segi, ég sé ljót
og gefin fyrir að slóra og slarka,
en sletti hvergi á mig bót;
mér lá við í laumi að svara:
fyrir lygina þeir skyldu fara . . .
Öllum lízt þó á mig hinum,
sem annars hafa nokkurn smekk;
hjá kútasmið og kaupmanninum