Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1908, Page 29

Eimreiðin - 01.09.1908, Page 29
189 VIÐ STÚLKU. ER HÉLT VIÐ KARL. Einhvern veginn ertu núna ýrð á svipinn, af því þig vantar gamla gripinn. VÉLAR. Ekki skortir refjar ref, er ræðst í stórt hans hugur; en kongulóin vefur vef og veiðir í honum flugur. ÁGIRND. Ágirndin er ill og flá, ættuð af neðri bygðum, og hefir mörgum hnuplað frá helgum frómleiks dygðum. UM SUMA. Suma skaðar sinnis þrá, sumir glaðir vaka; sumir slaður sífelt tjá, sumir það með-taka. ENGUM LÍKAR VIÐ ANNAN. Engum líkar annan við og ekki píkum drengi; veröld rík á véla sið vön er að svíkja mengi. MANGA OG MANGI. Vel á saman Manga og Mangi, mér sýnist það réttast, að þau brúðarganginn gangi, svo girndin fái að mettast. UM KVENNABÓSA. Adams niður ungar viður Evu- dætur dinglar iðinn daga og nætur. Pó ei sé hrós, ef ungar drósir eitt- hvað ganga, kvenna-bósi er kominn þangað. í GAMNI VIÐ STÚLKU. Komast mundi eg vel í værð, varla kvíða skyldi, ef lagleg stúlka, ljós-jarphærð, leggjast hjá mér vildi. BRÓKARSÓTT. (um stúlkur, er klæddust í karlmannsföt). Á Geitaskarði var glaumur hár, girndarhugurinn varð svo stækur, að klæða falda þrúðir þrjár þrengdu sér í karlmanns-brækur. MISSKILIÐ GAMAN. Sá alvöru gjörir út úr gamni er eins og sjórinn, sem upp úr logni í vindi óvörum voðabárum þeytir snörum. FRÉTTAKIND. Fréttir þylur víf í vil, vonzku ei hylur drjúga; dável skil eg dregla bil dugir til að ljúga. HERMISTEFJA. »Brothætt gler og bólan þunna brotna snart og hjaðna kunna,« fyrrum skáldið fékk svo kent.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.