Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1908, Page 30

Eimreiðin - 01.09.1908, Page 30
Sannast það á litlu líka, lýðir segja, mörg ein píka í dalnum hérna detti í tvent. UM ODD. Vara skaltu þig æ á Oddi, ekki er hann neitt gamanspil; hann getur orðið að banabroddi, þó bíti lítið framan til. UGLAN.1) Uppi situr ugla grá andvaka með rógi, til að koma illu á aðra fugla og svíkja þá, sem í náðum sofa í laufgum skógi. Strax þá ljóma sólar sér, í svefni út af hnígur; í klónum máttur enginn er, á henni lafa vængirnir; hún svo inn í holu sína smýgur. LENGI LIFIR í KOLUNUM. (Um pilt og stúlku, sem sagt var að drægi sig hvort eftir öðru, en ætluðu þó að skilja með vorinu, og hann að fara að læra járnsmíði.) Pó skilji vegir, vinaspor við samt ganga munum, því ásta-logi lengi vor lifir í steinkolunum. HALTIR OG SKAKKIR. Haltir menn og mjaðmaskakkir í munninum eru oft nógu frakkir, líka þeir, sem hafa hnút; hér er ekki hót í logið, á hækjunum þeir geta flogið lengra en örn í loftið út. FÆRT í STUÐLA. Eðalsteina ræðir rein róms af hreinum brunni: ég skal reyna að mýkja mein manni í einverunni. MANSÖNGUR. Ástaguð í bragna brjóst bentum ý kann miða; aldrei fyrir oddinn dróst ör eða fló til hliða. Engin náir hlífa hlíf úr hörðu smíðuð stáli; eins er þá og lífað líf leiki í stríðu báli. En þó menn fái ör af ör inn að hjarta rótum, ef þá kemur vör við vör, verður að heilsubótum. Fagur-leita lindagná, ljós með blómstur-kinnum, kærleik þínum kýs ég ná, — kystu mig ótal sinnum 1 ÚR PRÉDIKUN. Alt er vort á reiki ráð, rammlega hætt að fatast; ef ekki væri til eilíf náð, allir mundum glatast. x) Svo er sagt, að höf. hafi ort þessar vísur um kerlingu í Hvammi hjá B. Blöndal sýslumanni, sem hafi legið á því lúalagi að bera róg og tala illa um fólkið á bænum, og helzt notað til þess kveldin og fyrri part nætur, þegar aðrir voru háttaðir og sofnaðir*

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.