Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1908, Page 33

Eimreiðin - 01.09.1908, Page 33
193 FÍFLDIRFSKAN. Flugan, sem þó aldrei er annað heldur en fluga, af heimsku stofnar í háska sér og hyggur að muni duga vængjamegnið, og svo ær út í ljósið flýgur, en í því bráðan bana fær, — brend til moldar hnígur. MÓTMÆLI.1 Hreinskilinn þykist »Norðri« nú, nízkuna einkum Jóns hann telur, mannkostum öllum undan stelur; skökk og ranglát er skoðun sú. í mörgu var hann á við tvo, álits-verðari blaðaflóni. Ekki má láta úlfinn svo á níðast hinu dauða ljóni. ORUSTUVÍSUR.2 Hornin gella, gnötrar láð, glymur lofts í öldum; váligt skellur vigra gráð víga Hrofts á tjöldum. Spjóts fyrir oddum geisa grimm gyðja dauðans tekur; hremsu brodda hríðin dimm himin auðan þekur. Mætast oft í málma þrá, mund og bogum knúin, skeytin lofti öflug á, unnar logum búin. Glymur á skjöldum geirinn blár, gyltir hjálmar klofna; blóðs í öldum byltist nár, bláir málmar rofna. Fjöldi rekka fallinn er, fjötrum svarinn dauða; úlfur drekkur afar-ger æða marinn rauða. Sízt nam bila sókn né vörn, — sögur gjörvar vitna —-; dauða hylur dreyra tjörn drengi hjörvi bitna. Leiftrar eldum eggin blá ofur válig hjörva, þegar feldi Grana grá gnístir, stáli gjörva. Axla-þrekinn afar-hár Egill mengi klýfur, þar sem skekinn brandur blár brynju spengur rýfur. 1 Blaðið »Norðri« hafði flutt andlátsfregn Jóns kammeráðs á Melum og sérstak- lega tekið fram, hve hann hefði verið nanmur. —- Vísan finst ekki í kvæðasafni höf., en er hér prentuð eftir munnlegri frásögn. 2 Svo er sagt, að höf. hafi dreymt Egil Skallagrímsson og þózt sjá hann berjast í orustunni á Vínheiði, og hafi hann þá kveðið upp úr svefninum vísuna: »Axla-þrek- inn afar-hár.« En síðar, er hann vaknaði, hafi hann bætt við hinum vísunum í vana- legum rímnastíl. 3

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.