Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1908, Page 38

Eimreiðin - 01.09.1908, Page 38
198 í húsi drottins áður eg átti um siði að vanda, latti að ganga lastaveg lýð í kristnum anda. Stórar eigi eg gjafir gef — gnægtir auðs mik bresta; snauða eg þó oftast hef eitthvað gladda flesta. Eftir vexti vænti eg, bezt verði stakk að sníða; af hugulsemi held ég mest — hún kemur sér svo víða. Ef ég hefi einhvern brest, sem aðrir margir fleiri, opinberlega hann aldrei sést, — er það hluturinn meiri; — eftirdæmin ill lízt mér öllum siðum spilla; — skárra manna skepnur er með skyni dygða villa. KÚPÍDÓ. Kúpídó er kominn hér kræfur úr Austurheimi; hann um veröld alla er æfinlega á sveimi. Sá á ferða sérhver not, siglir vindi móti; aldrei kemst í örva þrot, þó allar stúlkur skjóti. Pó að allar örvum með óttalega særi, aldrei þeirra gránar geð, -— gefa’ á sér aftur færi. Enga heldur hringa gná hrekja vill á flótta; brjóstið aðeins þeirra þjá þægilegum ótta. TÓBAKSLEYSI. Dregið er nú fyrir dýrðar sól, ég drepst úr kardusleysi ströngu fara verð ég að reykja ról; — röngu tré erbetra að veifa enöngu UNNUSTAN. Lestagötum lætur línspöng til og frá augun vera á, að mönnum gefur gætur. Segg ef sér hún ríða sunnan göturnar, hyggur: »Hann er þar, eg skal úti bíða.« En hann kemur eigi; ýmsir fara um veg; biðin er leiðinleg, altaf dag frá degi. Eitt sinn eftir vana úti stendur hún, lyftir léttri brún: »Hann er þarna, hana!« Reikar og drykkju-rúti ríður svipað þá, rauðum reiðskjót á. Stúlkan stendur úti.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.