Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1908, Qupperneq 65

Eimreiðin - 01.09.1908, Qupperneq 65
225 Trygð. Eftir BJ0RNSTJERNE BJ0RNSON. Á Völlum í sveitinni, sem ég ólst upp í, bjuggu hjón, sem áttu sex syni. Pau unnu með mikilli elju á stórri, en niðurníddri jörð, unz bóndinn dó voveiflega og ekkjan sat eftir með erfitt bú og börnin sín sex. Hún lét þó ekki hugfallast, heldur leiddi tvo elztu synina fram fyrir kistuna og lét þá lofa sér því yfir líki föður síns, að þeir skyldu sjá fyrir hinum yngri bræðrum sínum og aðstoða hana sem guð gæfi þeim afl til. Pessu hétu þeir og það efndu þeir líka, þangað til búið var að ferma yngsta bróður- inn. Pá þóttust þeir lausir allra mála, og hinn elzti giftist þá megandi bóndaekkju, og skömmu síðar giftist sá næstelzti systur hennar, sem líka var vel fjáð. Nú áttu hinir fjórir, sem eftir voru, að taka við stjórninni á öllu, eftir að þeim hafði hingað til verið stjórnað sjálfum af öðr- um. Peir þóttust ekki meira en svo menn til þess. Peir voru frá barnæsku vanir við að halda saman, tveir og tveir eða allir fjórir, og nú gjörðu þeir það ekki síður, er þeir þurftu hver á annars hjálp að halda. Enginn þeirra lét uppi sína skoðun, fyr en hann þóttist vera viss um skoðanir hinna; þeir vissu meira að segja í rauninni ekki, hver þeirra eigin skoðun væri, fyr en þeir höfðu horft hver framan í annan. Án þess að þeir hefðu samið nokkuð um það sín á milli, urðu þeir þó orðalaust ásáttir um, að þeir skildu ekki skilja meðan móðir þeirra lifði. En hún vildi nú samt haga því öðruvísi, og fékk þá tvo, sem burt höfðu flutt, á sitt mál. Jörðin var orðin góð bújörð og þurfti því meiri mann- afla við. Móðirin stakk því upp á að leysa tvo elztu bræðurna út með lausafé, og skifta svo jörðinni milli hinna fjögurra, þannig að tveir og tveir byggu saman, hverir á sínum parti. Skyldi þá byggja nýjan bæ við hliðina á gamla bænum, og skyldu tveir bræðranna búa í nýja bænum, en tveir vera kyrrir hjá henni. En annarhvor þeirra, sem flytti í nýja bæinn, yrði að gifta sig; því þeir yrðu að hafa einhverja fyrir framan hjá sér — og móð- irin tiltók stúlkuna, sem hún vildi fá fyrir tengdadóttur. Enginn hafði neitt á móti þessu; en nú var spurningin aðeins um það, hverjir tveir af bræðrunum ættu að flytja í nýja bæinn, og hvor af þeim ætti svo að gifta sig. Hinn elzti kvaðst fús til 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.