Eimreiðin - 01.09.1908, Blaðsíða 68
228
Ritsj á.
HELGI VALTÝSSON: BLÝANTSMYNDIR. Vísur og ljóð. Hafn-
arfirði 1907.
Það er ekki ólaglega af stað farið að tarna. Margt kvæðakverið
komið lakara fyrir almenningssjónir. Að vísu er ríminu allvíða talsvert
ábótavant, og sum kvæði meira eða minna rímlaus fyrir íslenzk eyru,
eins og t. d. »Hún er veik« og »Nótt«. En það virðist gert af ásettu
ráði, til þess að vera ekki eins og aðrir; »því fjárgötur og þjóðvegi
eg forðast eins og pest,« segir höf. á einum stað, og mun mega heim-
færa þetta gönuskeið burt frá almennum rímreglum undir þá lífsreglu.
Annars er ekkert út á það að setja, að menn reyni að brjóta sér
nýjar brautir, því litlar verða framfarirnar í bókmentunum, ef allir
fylgja sama slóðanum margtroðnum. Og í þessum ljóðum er ýmislegt
fleira ólíkt því, sem tízkast hefir, en rímleysurnar eða formgallarnir.
Og þó manni verði stundum bilt við að hnjóta svo óþægilega um þá
við lesturinn, þá er þó betra að fá gallað kvæði, sem eitthvað er í,
heldur en áferðarslétt og meiningarlaust gutl; því sheldur leirugt gef
mér gull, en gyltan leir.«
Og sannast að segja höfum vér lesið þessi ljóðmæli með mikilli
ánægju; ekki af því, að þar sé um stórfeldan skáldskap að ræða,
heldur af því, að þau virðast vera svo sannur spegill af hugsana og
tilfinningalífi höf. sjálfs, en engin uppsuða af annarra hugsunum og
lýsingum eldri skálda, eins og svo oft vill verða hjá byijöndum.
Kvæðin bera og vott um næmt og ólgamji tilfinningalíf og dágóða at-
hugunargáfu, og því talsverð »lýrik« í þeim yfirleitt. Náttúrulýsingar
hans eru og oft góðar, og jafnan einhver þægilegur ylur á bak við
þær. Það þarf t. d. enginn að skammast sín fyrir þetta kvæði um
»Vorið« (bls. 18):
Hver tindur roðnar, hver hnjótur hlær
himininn blánar, og áin er tær;
lækirnir losna og leikandi falla
í ljósbjartan sæ, — og hann kyssir þá alla.
Dagurinn birtist, og brosin hans lýsa,
því blessaða sólina lítur hann rísa;
hann sér hana barmheita, svipfríða stíga,
hún seiðir hans hjarta og lengir hans spor;
fannirnar verða — þær verða að síga,
því vorið er komið! — Hið langþráða vor!
Hver tindur roðnar, hver hnjótur hlær!
O, herra minn guð, já nú er hér vor!
Hver blóðdropi brennur, hver hjartans æð slær,
og hugur minn stigur sjömílna-spor;