Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1908, Blaðsíða 72

Eimreiðin - 01.09.1908, Blaðsíða 72
232 vesturferðirnar hafa veitt því, með því, að hér eftir fari við og við ýmsir að flytja heim að vestan, er einhvetju góðu frækorni geta sáð á gamla landinu.« í þessum ályktarorðum er fólgin aðalhugsun og kjarni fyrirlesturs- ins, en í honum sjálfum er þetta frekar rökstutt með ýmsum dæmum og skýringum. Höf. sýnir þannig meðal annars, að þar sem i '/s vall- ardagslátta af túni í góðri rækt mundi gefa af sér um 112 kr. (15 hesta af dagsláttunni, á 5 kr. hver), mundi jafnstór blettur af hveitiakri í Ameríku ekki gefa af sér nema tæpar 45 kr. í meðalári. Og þó sé hveitiræktin talin einna arðvænlegust. Auðvitað sé fyrirhöfnin við tún- ræktina meiri en við hveitiræktina, en sá mismunur mundi hverfa, ef brúkaðar væru að sínu leyti eins fullkomnar vélar við töðuaflann. Höf. hefir dvalið rúm 20 ár í Ameríku og hefir því næga reynslu til að geta dæmt um þessi efni, ef vitið og greindin er að sama skapi. Og að hann er enginn skynskiftingur, það sýnir bezt allur fyrirlestur- inn; því bæði er þar skýrt og skilmerkilega frá öllu sagt, og framsetn- ingin hin liprasta. Er og auðsætt, að hann vill forðast allar öfgar, og gerir sér í hvívetna far um að skýra svo satt og rétt frá öllu, sem hann þykist bezt vita. V. G. íslenzk hringsjá. UM SAlMBANDSFRUMVARPIÐ millilandanefndarinnar hefir Ragnar Lund- borg ritað tvær greinar í blað sitt »Upsala« 15. og 22. maí, sem hann síðar hefir gefið út í sérprentun dálítið breyttar og auknar. Honum farast þar meðal annars þannig orð: »Verði þetta frumvarp samþykt, verður með því staða íslands sem ríki vafalaust viðurkend og hinn skjallegi titill þess á stjórnarmáli verður konungsríki, sem það líka réttarlega jafnan hefir verið síðan 1262. Samband það, sem stofnað verður milli Danmerkur og Islands, verður ekki þannig lagað, að annað sé yfirríki og hitt undirríki, heldur má augsýnilega skrásetja það sem málefn asamband (Realuniort) og í slíku sambandi hafa sem kunnugt er, báðir aðilar fullveldi. Að það að nokkru leyti verður takmarkað með frjálsu samkomulagi milli beggja ríkjanna, er, eins og gefur að skilja, ekki neitt merki þess, að annaðhvort þeirra hafi mist full- veldi sitt. Samband Islands og Danmerkur verður nú hérumbil eins og samband Noregs og Svíþjóðar var á sínum tíma samkvæmt sambandslögunum. Sbr. t. d. 1. gr. í íslenzka frumvarpinu og upphaf grundvallarlaganna norsku, eins og þau voru fram að 1905: »Konungsríkið Noregur er frjálst og sjálfstætt ríki, sem ekki verður skift né af hendi látið, í sambandi við Svíþjóð um einn og sama konung.« Hin föstu sameiginlegu mál Danmerkur og íslands verða hin sömu og Austurríkis og Ung- verjalands. Um stundarsakir má fela Dönum að fara einnig með önnur mál, en þau getur ísland seinna tekið sjálft til meðferðar, ef því sýnist svo. Verði þetta frumvarp samþykt, fær ísland þannig fullveldi og heiti þess sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.