Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 16

Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 16
92 stofni dúfna, hunda og margra annarra alidýra, svo afkvæmið varð að lokum gagnólíkt hinum upprunalega stofni, og hér var það skynsemi manna, sem leiddi tímgunina með úrvali eigin- leika í vissa stefnu. Nú hugði Darwín, að eitthvað svipað ætti sér stað í náttúrunni; en í stað skynseminnar setti hann blinda tilviljun og úrval hins sterkasta og hentugasta í lífsbaráttunni. Petta var þó frá almennu sjónarmiði hvergi nærri fullnægjandi, og gat í sjálfu sér ekki skýrt »mekaniskan« uppruna líftegunda; í óteljandi fyrirbrigðum leyndist tilgangs-myndunin inn í fræðikerfið, þó reynt væri að komast hjá að nefna það. Darwín og læri- sveinar hans urðu að finna upp fjölda af aukakenningum og til- gátum til að skýra ýms fyrirbrigði, sem aðalkenningin gat ekki gert grein fyrir. Hvað kynbæturnar snertir, þá hefir það sýnt sig, að þær í þessu efni engan veginn eru ábyggilegar. í*ó hægt sé að framleiða miklar breytingar á alidýrum, þá er ekki hægt að halda eiginleikunum ættgengum og föstum, nema með stöðugu eftirliti og aðgæzlu. Undir eins og alidýrum og alijurtum er slept undan umsjón manna inn í náttúruna aftur, fer frábreytnin að minka og hverfur að lokum alveg. Pað hefir ekki enn tekist að gera eina einustu kynbóta-tegund fullkomlega fasta og óbifanlega; íþrótt og hugvit manna verður stöðugt að vinna að því, að vernda þessi tilbúnu afbrigði, með því að velja nákvæmlega undaneldis- dýrin og jurtirnar og láta eingöngu þau ein æxlast, sem hafa þau einkenni, er menn óska að fullkomna. þó mishepnast þetta oft, og afturkippir verða til fornra eiginleika (atavisme). Menn hafa við ótal tilraunir orðið sannfærðir um, að kynbætur framleiða ekki neina sannreynda nýja eiginleika, en forn ættareinkenni sameinast á ýmsan hátt, svo útlitið breytist. Á kynbótum er því mjög hæpið að byggja kenningu um tegunda-sköpun í náttúrunni. Darwín lýsir lífsbardttunni ágætlega og hefir þar leitt í ljós fjölda af þýðingarmiklum fyrirbrigðum úr náttúrulífinu, sem menn fyrri höfðu gefið lítinn gaum. Pað er þó eigi eingöngu bein bar- átta milli einstaklinga og tegunda, sem hér ræðir um; afstaða dýra og jurta til umheimsins og undirgefni þeirra undir lífsskil- yrðin hefir allajafna mikla þýðingu í tilverustríði tegundanna. Eng- inn efast um, að lífsbaráttan hefir afarmiklar afleiðingar, sérstak- lega til að útrýma sumum tegundum, og skapa þannig hentug lífsskilyrði fyrir aðrar tegundir; tilverubaráttan hefir og haft mikil áhrif á útbreiðslu tegunda um jörðina; en náttúrufræðingar vilja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.