Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 51
127
góðu, að hirða molana af borðum hamingjunnar. Pað má hér
um bil fullyrða, að Norðmenn vóru háðir stórveldunum og
þorðu ekki að fara lengra en þetta. »Samtiden« — stórmerki-
legt tímarit í Noregi — gefur það fyllilega í skyn. Og hún fer
aldrei með hégómamál. Sigurður Ibsen segir það í ritgerð sinni,
sem ég gat um nýlega, að »dýrt sé að vera fámenn og fátæk
þjóð«.
Vér íslendingar kynnum að geta skilið það, enda þótt vér
berum ekki byrðar fullvalda ríkis.
Annar stórmerkur Norðmaður, dr. Andr. M. Hansen, segir, að
fullvalda ríki geti spjarað sig, ef það hafi á að skipa 2—8 milj-
ónum manna. Sá maður er einhver fjölfróðasti maður á Norður-
löndum og hinn ritfærasti.
Petta segir hann og fullyrðir.
En Guðmundur læknir Hannesson segir í haust í Pjóðólfi, að
það sé dýrara að vera í sambandi við Dani, okkur Islendingum,
heldur en okkur mundi verða að gerast lýðveldi. Bjarni Jónsson
segir það sama í Höfn um sama leyti, við fréttasendil blaðsins
»Pólitiken«.
Peir færa engar ástæður fyrir orðum sínum.
Pess þurftu þó íslendingar.
Peir eiga líklega við það, nafni minn og Bjarni, að fúlgan,
sem vér ætlum að gjalda á konungsborð, sé eða verði stærrþ
heldur en landvarnir, þ. e, strandvarnir og meðferð utanríkismála
mundi kosta okkur.
»Samtiden« norska og þeir hámentuðu menn, sem að henni
standa, kynnu nú samt að vita þetta heldur betur.
Ekkert ríki getur verið fullvalda í raun og veru, nema það
geti varið sig fyrir ræningjum a. m. k. og haft á hendi utanríkis-
mál. Pað tjáir ekki að vitna til San Marínós eða annarra dverg-
ríkja. Isafold gat þess nýlega í óspurðum fréttum, að þar væri
útlend póststjórn, og má þá nærri geta, hvað lýðveldið það
er sjálfstætt eða máttugt í raun og veru.
Guðmundur læknir Hannesson mótmælir í Pjóðólfi þeirri full-
yrðing minni í Eimreiðinni í fyrra: að vér séum of fátækir til að
vera alveg sjálfstæðir. Eg bar fyrir fátækt einstaklinganna og fá-
menni þjóðar vorrar. Hann segir, að Japanar séu eins fátækir, al-
þýða þar. — Látum vera að svo sé — þó eru þar auðmenn í landi —>
en nafni minn gleymir því, að Japanar eru um 40 miljónir að tölu.
9’