Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 11

Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 11
87 skýringar á framþróun hinnar lifandi náttúru, sennileg tilgáta, sem margt mælti með. Darwín var svo samvizkusamur, að hann sjálfur taldi upp tangur og tetur af öllu því, sem hann vissi, að reið í bága við kenningar hans. Darwín hafði með íádæma iðni safnað athugunum og reynslugreinum um alla skapaða hluti, svo bækur hans munu jafnan verða fjársjóðir fyrir vísindin; hann leiddi í ljós nýjan skilning á fjöldamörgum fyrirbrigðum náttúrunnar og benti mönnum inn á nýjar brautir. Á árunum 1860—70 varð Darwínskenningin að berjast við mikla mótspyrnu, 1870—80 var meginþorri náttúrufræðinga farinn að hallast að skoðunum Darwíns. 1880—90 hafði Darwínskenn- ingin unnið sigur; fáir eða engir efuðust um þýðingu hennar fyrir skilning á framþróun lífsins og margir skoðuðu hana óyggjandi og alveg sannaða. Éigi allfáir vísindamenn voru þá svo ákafir, að þeir töldu það glæpi næst að efast um hina minstu ögn af kenn- ingu þessari. Pá var það skoðun sumra manna, að lífsgátan væri nú að fullu ráðin. »Eins og Newton fann hreyfingarlögmál himin- hnattanna, eins fann Darwín hin »mekanisku« lögmál lífsþróunar- innar«. Pessi staðhæfing sést í allmörgum ritum þeirra tíma. Menn voru sannfærðir um tilgangsleysi sköpunarinnar, alt hafði skapast svo sem af tilviljun, af samdrátt efna, eins og í steina- ríkinu, nema hvað jafnvægi frumagnanna í hinum lifandi verum var óstöðugra. Áhuginn var þá svo mikill, að mönnum gleymd- ist að prófa sannreyndir þær, sem þeir bygðu á. Kenningarnar urðu að kreddutrú, og tilfinningarnar réðu þá stundum mestu, al- veg eins og í pólitík eða trúarbragðadeilum. Hinn ágæti dýra- fræðingur Ernst Hcickel (f. 1834) var á Pýzkalandi merkisberi Darwínskenningarinnar, og hefir hann fram á gamals aldur með hinum mesta ákafa og ofstæki barist fyrir henni og efniskenning- um þeim, sem hann sjálfur hefir skapað og dregið út af hugleiðing- um sínum um Darwínskenninguna. Eftir Háckel liggja ágætar rannsóknir um marga hina lægri dýraflokka, og hann er mjög lipur og mælskur rithöfundur, en hann er tilfinningamaður mikill, og á því ilt með að skilja ástæður annarra, og heimspekileg rök- semdaleiðsla lætur honum eigi.1 1 Bók E. Hackel’s »Die WeltrathseU (heimsgáturnar) hefir fengið mikla út- breiðslu, enda er hún mjög alþvðlega skráð; í henni er margt fróðlegt, en innan um og saman við mikill hégómi, viliur, staðhæfingar og stóryrði. Vísindamenn á fiýzka- landi, bæði náttúrufræðingar og heimspekingar, hafa tætt rit þetta sundur ögn fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.