Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 54

Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 54
130 GÍSLI SVEINSSON. Hann bregður mér um »barlóminn« eins og E. H., og hefir um það þeim mun lélegri orð, sem hann er minni vitsmunamaður. Annars fer allvel á því, að Gísli kasti til mín hanzka sínum og láti stein fylgja. Eg er sjálfsmensku- þræll, eins og Stephán G. Stephánsson segir um sjálfan sig, en Gísli er ölmusumaður tveggja landa og þjóða og hefir ekki séð fyrir sjálfum sér, auk heldur þá fjölskyldu. En það hefi ég gert og henni æðistórri. Slíkir menn ættu ekki að kasta steini, sem sjálfir búa í glerbrotahúsi — og læt ég nú skattyrðunum lokið. GRUNDVÖLLUR SJÁLFSTÆÐINNAR. Ég gat þess í Eimreiðinni í fyrra, að grundvöllur sjálfstæðinnar væri: efna- hagsbolmagn einstaklinga og þjóðfélagsins. Pessu neit- ar E. H. og fleiri mikilsháttar menn, Guðmundur læknir t. d. og Bjarni Jónsson(?). Éessir menn eru líklega upp úr því vaxnir, að líta verulega á ástæður manns, sem er þeim yngri og ólærðari og afskektari frá heimsmenningunni. En þeir hljóta að viðurkenna ástæður svo mikilsháttar manns, sem Gerhard Gran er, ritstjóri tímaritsins »Samtiden« og háskólameistari í bókmentum Norð- manna og fagurfræði. Pegar Noregur var laus úr tengslum við Svíþjóð, ritaði hann í tímarit sitt »bráðabirgðaeftirmála« og rekur þar ástæðurnar fyrir því, að Noregur gat gerst fullvalda ríki. Hann gerir fyrst grein fyrir starfi stjórnmálamannanna, sem þorðu að framkvæma skilnað, þegar fylling tímans var komin. Vér höf- um átt nóg af mönnum, segir hann, sem setið hafa yfir því, að finna í gömlum skjölum »sögulegan rétt« vorn. En málefni vort kemst ekki áfram þá leiðina. En hann þakkar þjóðmenningu Nor- egs sigurinn. Sagnfræðingar og listamenn opnuðu fjársjóði lands- ins fyrir lýðnum og hjálpuðu þjóðinni til að þekkja sjálfa sig. Hann nefnir nöfnin, en þau eiga ekki heima í þessu máli. Éá getur hann þess, að söngsnillingar, málarar, myndasmiðir og skáld er öðru háð, að stórveldin hervæðast hvort um sig ár frá ári, af því að hitt ríkið gerir það. í^au n e y ð a þanníg hvort annað til þessa óyndisúrræðis, sem gengur svo langt úr hófi, að einstaklingarnir ætla að örmagnast undir þessu endemi, og þjóðfélögin sligast. Svona er sjálfstæðin. Hún er varla til nema í gæsalöppum. Jafnvel jörðin okkar, hnötturinn, er ekki sjálfstæð. Hún er alveg á valdi sólarinnar, jafnvel sólblettirnir ráða yfir henni, þ. e. a. s. hafa mikil áhrif á hana, bæði loftslag og gróðrarfar, og þaðan ná aftur áhrifin til lífskjara mannanna: atvinnu þeirra, heilsu og skaplyndis. Ekkert land né ríki er alveg sjálfstætt, eða einhlítt sjálfu sér, af því að viðskifti þjóðanna eru svo samtvinnuð; nema ef Kínverjar skyldu vera það. HÖF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.