Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 68
144
Steinberger, ekta, gamall steinberger.
Eg svifti húfunni af flöskunni og dreg tappann úr. Svo kasta
ég tappotogaranum af hendi ofan í gilið.
Eg ber flöskuna upp í tunglskinið. Geislarnir stíga dans í
víninu, þegar hún titrar í skjálfandi hendinni á mér.
En þeir draumar, sem ilmurinn einn vekur, súrsvalur, ljúfur og
hressandi. Andar ekki í honum skógarblærinn frá bökkum Rínar,
og ómar ekki í honum niður hinnar miklu elfar, mjúkur og heillandi?
Eg helli bikarinn fullan, vínið streymir niður í hann eins og
samtvinnaðir krystallsþræðir skínandi í tunglsljósinu.
Guðdómlega vín! Pú svalar ekki einungis tungu og kverkum.
Bragðið læsist út í hverja taug. Eg titra af sælum hrolli.
Nú hef ég orðið að láta mér nægja brennivín árum saman.
Mér ógnar að hugsa til þess, hve langt er síðan ég hef bragðað
ærlegt vín. En smekknum held ég enn þá. Eg kann að meta,
að þetta er ekta vín, ágætt vín.
A—a—a—h! Betta bragð!
Þessi ilmur og þetta bragð vekur endurminningarnar, eins og
ég heyrði aftur symfóní, sem leikin hefði verið yfir mér á við-
burðamesta kvöldinu, sem ég hef lifað.
Ásdís, Ásdís! Nú sit ég hér örvasa og einmana úti á hjarn-
inu og verð að drekka hvern bikarinn af öðrum, til þess að
halda á mér hita. En undir eins og minningin vaknar um þig og
ég nefni nafn þitt, fer hjartað að slá hraðara og blóðiö stígur til
höfuðsins.
Hvernig ætti ég að lýsa þér? Ég veit ekki, hvort þú hefur
verið fögur, hvort þú hefur verið gáfuð, hvort þú hefur verið göfug.
Ég hefi ekkert til samanburðar. Síðan ég sá þig, hafa allar aðrar
konur aðeins verið mér brot af þér eða skuggi af þér.
Ég hafði séð margar konur á undan þér, stjörnur af ýmsum
stærðum. Ég hafði tilbeðið þær og sungið um þær, — en ég
vissi ekki, hvað ég gerði.
Éá birtist þú mér, ranst upp eins og sólin. Störnurnar föln-
uðu ekki við við hlið þér, þær hurfu. Ég sá þig eina, aleina.
Frá því ég fyrst sá þig, varst þú konan, eina konan.
Og ég féll í duftið að fótum þínum. Ég horfði upp til þín í
þögulli tilbeiðslu.
»Die Sterne, die begehrt man nicht,
Man freut sich ihrer Pracht«