Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 12
88
Á árunum 1890—1900 voru stöðugt fleiri og fleiri vísinda-
menn farnir að rísa upp gegn ýmsum atriðum Darwíns-kenningar,
menn voru nú farnir að prófa grundvallaratriðin, sem úrvalskenn-
ing Darwíns var bygð á, og fundu mörg rök, er riðu í bága við
það, sem menti áður töldu rétt og óhrekjandi, og þá komu í ljós
mörg örðug úrlausnarefni og vandamál, sem mönnum hafði eigi
hugkvæmst áður. Á hinum fyrstu 9 árum tuttugustu aldar má
með fullum sanni segja, að meginþorri vísindamanna (að minsta
kosti á Pýzkalandi) er alveg búinn að yfirgefa úrvalskenningu
Darwíns (Selektionstheori), sem er aðalkjarninn í tilgátum hans,
og álítur hana þýðingarlitla fyrir skilning á breytiþróun og fullkomn-
un lífsins. Par með er þó ekki sagt, að hún sé alveg úr sögunni,
Darwín hefir með rannsóknum sínum í þessu efni skýrt og upp-
lýst marga flókna og samtvinnaða þætti í sögu lífsins, en það sem
kenningin eiginlega átti að sanna, sannar hún eigi. Allir kannast
við, að rit Darwíns hafi komið til leiðar miklum byltingum í heimi
vísindanna, og fyrir tilstilli hans fóru menn að rannsaka óteljandi
fyrirbrigði, sem enginn hafði áður skeytt um. En sjálf Darwíns-
kenningin hefir ekki efnt það, sem hún lofaði; hinar eiginlegu or-
sakir lífifæra og eðlisbreytinga hjá tegundunum eru enn þá hulin
ráðgáta. »Á fyrri árum«, segir hinn nafnkunni dýrafræðingur
Wilhelm Haacke (1905), »var það alment kent bjánaskap og
ellilasleika, ef einhver hinna eldri náttúrufræðinga dirfðist að mót-
mæla einhverjum af kenningum Darwíns. Nú hefir þetta snúist
við, aðalstoðir Darwínskenningarinnar eru nú öldungarnir, en mót-
mælendur hinir ungu menn, eðlilega að þeim fráskildum, sem enn
eru alveg grænir«.
Vér munum því næst fara nokkrum orðum um kenningar
Darwíns, og telja hinar allra helztu mótbárur, sem fram hafa
komið. Eins og kunnugt er, hafði Lamarck og ýmsir aðrir nátt-
úrufræðingar reynt að færa rök fyrir því, að kynkvíslir dýranna
breyttust við ytri áhrif og ólík lífsskilyrði. Darwín var á sama
máli, en hann bætir því við, að lífsstritið eða tilverustríðið (struggle
for life) milli einstaklinganna hvetji breytingarnar og geri það að
verkum, að hinar hentugu breytingar verði staðfastar, af því þær
ögn, og áhangendum Háckels er altaf að fækka meðal lærðra manna. Sumir af
lærisveinum hans eru ákafir mótstöðumenn hans í vísindum. Háckel kallar efnis-
kenning sína »mónisma«, en hún er þó ekkert annað en hinn gamli »materíalismi«
í dularklæðum, þó hann sjálfur vilji eigi kannast við það.