Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 9
85
Snemma var tekið eftir því, að tegundir dýra og jurta, innan
vissra takmarka, líkjast hver annarri, höfðu eitthvert ættarmót, og
drógu menn þá eðlilega af því þá ályktun, að þær væru skyldar;
á þessu bygðist niðurskipun í tegundir og kyn, flokka og deildir.
Menn sáu, hvernig tegundirnar röðuðust niður í kerfi með stig-
breytingu frá hinu einfalda til hins samsetta, að dýra- og jurta-
ríkin kvísluðust út eins og greinar á tré frá lágum stofni. í*að var
því eðlilegt, að menn hugðu frændsemi vera milli tegundanna og
hugsuðu sér þær komnar hverja af annarri og þroskaðar til meiri
og meiri fullkomnunar. I’essa hugmynd hafa menn kallað fram-
þróunar- eða breytiþróunarkenning (evolutíons-theon'), og má
heita, að það sé nú á tímum föst trú vísindamanna, að tegund-
irnar hafi smátt og smárt breyzt og fullkomnast og hver sé af
annarri runnin. Fulla og óyggjandi sönnun fyrir því, að svo sé,
hafa menn reyndar ekki enn þá fengið; þrátt fyrir óteljandi til-
raunir, rannsóknir og heilabrot, má þó svo að orði kveða, að
breytiþróunar-kenningin sé fremur trúarsetning en sannreynd; þó
líkindin séu afarmikil, þá veitir mjög örðugt að sanna. Pað lítur
út fyrir, að margir vísindamenn á vorum dögum skoði breytiþró-
unina eins og nokkurs konar ósannanlegt og óskiljanlegt náttúru-
lögmál, sem þeir byggja á rannsóknir sínar, alveg eins og eðlis-
fræðingar byggja fræðikerfi sín á ljósvakanum, sem þeir ekki vita
hvað er.
Flestir vísindamenn eru sannfærðir um: að tegundirnar séu
sprotnar af einfaldri og lágri rót, að dýr og jurtir séu komnar af
einni eða fáum frummyndum, að framsókn og þroskun byggingar
sé auðséð í dýra- og jurtalífi, frá hinu lægsta til hins hæsta, og
að þær tegundir, sem nú lifa, séu eftirkomendur tegunda, sem
lifðu á fyrri tímabilum jarðarinnar. Flestir játa, að ekki sé að svo
stöddu hægt að sanna, hvernig þetta er orðið, og um hinar hugs-
anlegu orsakir eru skoðanir manna mjög á reiki. Sumir ætla, að
breytiþróunin sé eingöngu efnisleg og stýrist eingöngu af aflfræðis-
lögum; aðrir halda, að orsakirnar liggi í dularfullum lífskrafti eða
sálarkrafti, sem gengur gegnum náttúruna, og enn aðrir halda,
að orsakirnar séu aðkomandi, og liggi fyrir utan náttúruna, á því
svæði, þar sem vanaleg skynjun eigi getur komist að.
Rannsóknir um orsakir breytiþróunarinnar hafa nú í 50—60
ár verið aðalstarf fjöldamargra líffræðinga, og hafa þær rannsóknir
leitt í ljós óteljandi merkileg fyrirbrigði í lífi dýra ogjurta, og að