Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 69

Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 69
145 Hver myndi þá dirfast að girnast sólina sjálfa, brennandi, logbjarta sólina? Var það þessi þögula, auðmjúka dýrkun mín, sem gerði mig verðan að njóta þín? Éða var það .aðeins einn af dutlungum þínum? Ég veit aðeins, að þú steigst niður til mín og gafst þig á vald mitt. Gafst þig á vald mitt! Nei, sviftir mig öllu valdi yfir sjálfum mér, gerðir vilja minn að broti af vilja þínum. Sjálf varstu jafn- köld eftir sem áður, köld og sterk eins og fjöllin, sem vakað höfðu yfir vöggu þinni heima á íslandi. Ég átti þig ekki nema eitt kvöld og eina nótt. En þegar ég hugsa um það, er eins og ég hafi aldrei lifað nema þá. Við sátum x veitingahöllinni og drukkum steinberger. Við ókum um kvöldið út í allaufgaðan skóginn; það var um Jónsmessuleytið. Við ókum heim til mín. Það var hátindur lífs míns. Síðan hef ég ýmist hrapað, oltið eða staulast niður grýtta hlíðina. Ásdís, Ásdís! Éú hefur spilt öllu lífi mínu, sundrað öllum skýjaborgum mínum. En ég fyrirgef þér það alt, vegna þessara örfáu sælustunda. Til hvers væri fyrir mig að reyna að fara að hata þig? Éað yrði aðeins máttlaust hatur lasburða öldungs. Pað myndi brenna í eldi ástarinnar. Því enn þá elska ég þig með glóandi ást tuttugu og fimm ára manns. Til hvers er að skamm- ast sín fyrir það, skammast sín fyrir þrekleysið, að hafa ekki fleygt í þig aftur hringnum og hárlokknum, sem ég rændi af þér ? Ég gat það ekki. Og til hversjer fyrir mig að vera að reyna að sverta þig ? Segja, að þú hafir ekki átt skilið ást mína, sem gazt kastað þér f faðm þessa sálarlausa, gullhreistraða skriðdýrs, sem ég fyrirleit eins og lægri veru. Hvaða mun ætli sólin finni á því, hvort hún skín á konunginn eða betlarann? Ég reyni ekki að dæma þig, Ásdís, þú ert hafin yfir alt, sem ég get sagt um þig. Pú hefur slitið taug vilja míns, drepið ást mína á mönnunum, skilið við mig flakandi í sárum með háðbrosi og einu höfuðkasti, — en — — — — — það varst þú, sem gerðir þetta. * Tíminn sígur áfram með miskunnarlausri ró. Pegar sjöstjarnan stendur yfir Holtshnúknum, þá er miðnætti. Pá er nýja árið byrjað. Éá er aðflutningsbann víns á íslandi. t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.