Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Side 69

Eimreiðin - 01.05.1910, Side 69
145 Hver myndi þá dirfast að girnast sólina sjálfa, brennandi, logbjarta sólina? Var það þessi þögula, auðmjúka dýrkun mín, sem gerði mig verðan að njóta þín? Éða var það .aðeins einn af dutlungum þínum? Ég veit aðeins, að þú steigst niður til mín og gafst þig á vald mitt. Gafst þig á vald mitt! Nei, sviftir mig öllu valdi yfir sjálfum mér, gerðir vilja minn að broti af vilja þínum. Sjálf varstu jafn- köld eftir sem áður, köld og sterk eins og fjöllin, sem vakað höfðu yfir vöggu þinni heima á íslandi. Ég átti þig ekki nema eitt kvöld og eina nótt. En þegar ég hugsa um það, er eins og ég hafi aldrei lifað nema þá. Við sátum x veitingahöllinni og drukkum steinberger. Við ókum um kvöldið út í allaufgaðan skóginn; það var um Jónsmessuleytið. Við ókum heim til mín. Það var hátindur lífs míns. Síðan hef ég ýmist hrapað, oltið eða staulast niður grýtta hlíðina. Ásdís, Ásdís! Éú hefur spilt öllu lífi mínu, sundrað öllum skýjaborgum mínum. En ég fyrirgef þér það alt, vegna þessara örfáu sælustunda. Til hvers væri fyrir mig að reyna að fara að hata þig? Éað yrði aðeins máttlaust hatur lasburða öldungs. Pað myndi brenna í eldi ástarinnar. Því enn þá elska ég þig með glóandi ást tuttugu og fimm ára manns. Til hvers er að skamm- ast sín fyrir það, skammast sín fyrir þrekleysið, að hafa ekki fleygt í þig aftur hringnum og hárlokknum, sem ég rændi af þér ? Ég gat það ekki. Og til hversjer fyrir mig að vera að reyna að sverta þig ? Segja, að þú hafir ekki átt skilið ást mína, sem gazt kastað þér f faðm þessa sálarlausa, gullhreistraða skriðdýrs, sem ég fyrirleit eins og lægri veru. Hvaða mun ætli sólin finni á því, hvort hún skín á konunginn eða betlarann? Ég reyni ekki að dæma þig, Ásdís, þú ert hafin yfir alt, sem ég get sagt um þig. Pú hefur slitið taug vilja míns, drepið ást mína á mönnunum, skilið við mig flakandi í sárum með háðbrosi og einu höfuðkasti, — en — — — — — það varst þú, sem gerðir þetta. * Tíminn sígur áfram með miskunnarlausri ró. Pegar sjöstjarnan stendur yfir Holtshnúknum, þá er miðnætti. Pá er nýja árið byrjað. Éá er aðflutningsbann víns á íslandi. t

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.