Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 79
i55
áttina til skilnaðar síðar meir. í rauninni sé frv. meirihlutans skárra að skömminní
til, því þar sé ekki um að villast, hver tilgangurinn sé, en hitt sé dúðað betur inn
í dularklæðin, svo það líti sakleysislegar út. í*essi leið verði því að teljast ófær og
-slíkt tilboð verði aldrei endurtekið frá Dana hálfu, úr því menn. voru svo hepnir að
losna frá því með svo góðu móti.
í sama tímariti (marz 1910) hefir dr. Berlín síðar ritað aðra ritgerð um fram-
tíðarsamband Dana og íslendinga (»Vor fremtidige Stilling til Jsland«), og leggur
þar til, að íslandi sé veitt fullkomin sjálfstjórn í öllum sínum málum (greining sam-
mála og sérmála falli burt), en jafnframt skipi konungur jarl sem umboðsmann sinn
á íslandi á sama hátt og líretar í sjálfstjórnarlöndum þeirra. Fari jarlinn með vald
konungs, en stjórnin sé í höndum ráðherra (eins eða helzt fleiri). í^etta hafi þann
kost, að þá hafi menn mann í landinu, sem standi yfir flokkunum, og komi heim
við margendurteknar óskir íslendinga og samþyktir alþingis, og þó í frekara mæli.
Þetta fyrirkomulag komi og heim við ákvæði Gamla sáttmála um jarlinn, og sé því
líklegt, að þeir, sem honum vilja hampa, verði því ekki mótfallnir. Vilji íslendingar
heldur ekki þýðast þetta, verði menn að una við ákvæði Stöðulaganna gömlu, og
sé Dönum auðvitað enginn ami í því. V. G.
ISLÁNDSK SJÁLFSTÁNDIGHET heitir ritgerð, sem lícentíat Rolf Norden-
streng hefir ritað í tímaritið »Det nya Sverige« (1909), og er þar skýrt frá hinni
síðustu sjálfstæðisbaráttu íslendinga, einkum eftir að frumvarp millilandanefndarinnar
kom fram. Heldur hann því fram, að ísland sé ekki fært um að vera fullvalda ríki
sökum fólksfæðar og fátæktar, og tjáir sig í því efni fullkomlega sammála Guðmundi
skáldi Friðjónssyni í ritgerð hans í Eimr. XV, 2. Annars hefir svo nákvæmlega verið
skýrt frá efni þessarar ritgerðar í sumum íslenzkum blöðum, að óþarft virðist að
gera það frekar hér. V. G.
EIGLA-STUDIEN heitir nýútkomin bók eftir A. Bley, prófessor við háskólann
í Gent í Belgíu (Gand 1910). Er það allmikið rit (253 bls. í stóru broti), og er
Egils saga Skallagrímssonar þar krufin til mergjar. Heldur höf. því fram, að hún sé
engan veginn sannsöguleg, heldur hrein og bein skáldsaga, búin til á Sturlungaöld
af einum af niðjum Egils, til þess að varpa ljóma yfir ættina. Og jafnmeistaraleg og
sagan sé, einmitt sem skáldsaga, þá sé engum til trúandi að hafa getað samið hana
nema Snorra Sturlusyni einum, enda megi af samanburði á sögunni og lífsferli og
lyndiseinkunum Snorra ráða, að einmitt hann sé höfundurinn. í>ó hafi hann ekki
sjálfur lokið við söguna, heldur sé síðasti kafli hennar eftir annan, líklega skrifara hans.
Eins og nærri má geta í jafnstórri bók, þá færir höf. margar og miklar ástæður
fyrir sínu máli, og ber ekki því að neita, að margt er vel sagt í bókinni og sumt
betur skýrt, en áður hefir verið. í>annig álítum vér, að höf. liafi rétt fyrir sér í því
(gagnstætt K. Maurer og Finni Jónssyni), að Hildiríðarsynir hafi verið fyllilega arf-
gengir og því órétti beittir. En yfirleitt höfum vér ekki getað sannfærst um, að höf.
hafi rétt fyrir sér í því, að margir eða flestir af viðburðunum í Eglu sé tómur til-
búningur. Vér neitum ekki því, að framsetningin á sögunni sé skáldsögukend og
að varlega sé farandi í að leggja fullan trúnað á alt, sem frá er sagt. En vér álít-
um ekki gilda ástæðu til að efast um, að aðalatburðirnir hafi átt sér stað, og getum
ekki fallist á sannanir höf. fyrir því gagnstæða. Þær sannanir, sem höf. dregur af
kvæðum Egils gegn sögunni, eru bygðar á misskilningi og ekki gildar. V. G.
UM PLÖNTUGRÓÐUR Á VÍNLANDI (»Notes on the Plants of Wineland
the Good«) hefir grasafræðingurinn M. L. Fernald við Harvard-háskólann í Ame-
ríku ritað mjög lærða ritgerð í tímaritið »Rhodora Journal of the New England Bota-
nical Club« (Vol. 12, Nr. 134, febr. 1910) og vill þar sanna, að »vínber« þau, sem