Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 41
kastalasmíðar í landi voru, og breikkaði þá um stund heilmikið
stélið sumra > 1 andvarnar«-fuglanna — og var það þó ofbreitt
áður.
Ritstjóri ísafoldar fór utan og á konungsfund nokkrum tíma
síðar en þetta gerðist og hafði tal af dönskum stjórnmálamönn-
um. Pá komst hann á snoðir um það, sem þeir menn vissu
reyndar heima hjá sér, sem lifa á landinu og sjónum, en ekki
loftkastalasmíðum: að það var ekki auðvelt, að komast inn á
Dani til betri samninga en þeir vóru, sem sambandslaganefndin
gerði uppkast að.
Andþófsmenn sambandslagauppkastsins hafa vísast trúað því,
að auðvelt væri að komast að betri kjörum í stjórnarmiðgarði
Danmerkur, heldur en sendimönnum vorum tókst að gera, —
meðan á kosningabardaganum stóð. Vígreiðir menn og æstir
trúa því, eða telja sjálfum sér trú um það stundum, að vitlausar
vonir rætist. Mér þóttu þess vegna alleðlileg, eða a. m. k. vel
skiljanleg ólætin móti Uppkastinu, meðan barist var um þing-
menskusætin og völdin. En hitt þótti mér kynlegra, að einhver
mesti gáfumaður þjóðarinnar, margreyndur í skóla lífsins og gam-
all í hettunni, skyldi halda fram loftkastalakendum vonum um
betri kjör og auðfengin, þegar vígamóður kosninganna var
um garð genginn.
Pá hefði loftkastalaeldurinn átt að hjaðna niður og deyja út.
BETRI BOÐ. Peir menn í landi voru, sem aðhyltust Upp-
kastið, vóru ekki ánægðir með það, svo sem nærri má geta; því
hvað er það, sem mennirnir eru ánægðir með? Vér skyldum
þá vera ánægðir með skapara vorn og sjálfa oss, auk heldur
annað! Eg segi fyrir sjálfan mig: að ég var ekki ánægður með
sambandslagauppkastið, þótt ég hallaðist að því um síðir, af því
að mér líkuðu betur röksemdir formælenda þess en andmælenda,
t. d. ritgerðir Jóns sagnfræðings og Jóns Jenssonar. Mér þótti það
m. a. að Uppkastinu, að orðatiltæki þess vóru sum heldur hál og
á huldu, og framtíðarréttur vor heldur óákveðinn og í töluverðri
móðu. En ég leit á það og athugaði, að öll framtíðarlönd eru í
móðu og mistri — sum eru í myrkurmóðu og sum í ljósmóðu.
En þegar um sambönd og samneyti þjóða er að ræða, verður
aldrei við öllu séð, né bygt fyrir hugsanlega hálku og hallanda;
af því að lífið sjálft og atburðir ókomna tímans fara aldrei beina
sjónhendingu, eða eftir áætlun, heldur í krókum sífeldum og eftir