Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 52

Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 52
128 Kornið fyllir mælinn. Og fjölmennið myndar þjóðarbolmagn og getu. fetta er það, »sem gerir gæfumuninn«, nafni minn! LIFRIN OG VÖMBIN. Pað er þó allgott hjá öðru lakara, að gera lítið úr fátækt vorri, þegar það er gert í góðum vændum. En ég roðnaði í sumar, þegar Einar Hjörleifsson spottaðist að fá- tækt vorri í ísafold, á kostnað minn. Fátæktin í landi voru er þó ekki hlægileg, hvorki fátækt þjóðarinnar né einstaklinganna. Hann er að tala um ritgerð mína »Sjálfstæði« í Eimreiðinni og »barlóm- inn« í Guðmundi Friðjónssyni. Og hann kemur þá með mjög hlægilega skáldsögu um einhvern skottulækni, sem kent hafi lifr- inni um alla óhreysti, sem í þeim mönnum bjó, er leituðu hans. Hann segir, að sér detti þessi skottulæknir í hug, þegar ég kenni fátækt vorri um meinsemdir þjóðarinnar og vanmátt til fullveldis. — Svo ætlar hann lesendunum að skilja það, að ég sé svo sem viðlíka glöggskygn þjóðmálamaður, sem skottulæknirinn var glögg- ur að sjá sjúkdómana. Jæja! Náunginn hefir að líkindum hlegið — og verði honum gott af, því hlátur er hollur. En því er nú ver og miður, að vér íslendingar orkum því ekki að hlæja okkur út úr stjórnmálaógöng- unum né þjóðarvesöldinni, hvorki með flágjöllum hlátrum, hæðnis- hlátrum, né skellihlátrum. Hlegið hafa Reykvíkingar í leikhúsinu marga vetur, að sögn blaðanna, og þó hafa gjaldþrotin verið dag- legt brauð þar um slóðir, í »Lögbirtingablaðinu«. Mér finst þetta mál of alvarlegt til þess, að þynna það út í skrítlur. En fyrst hann orti á mig í þessum tón, vil ég svara lit. Okkur er nú líka ætlað að fást við bókmentir þetta fjárhagstíma- bil. Og afrek okkar í þeim efnum mega víst ekki minni vera en svo, að við segjum sína skrítluna hvor. Og nú kemur mín skrítla, sönn og blátt áfram: Handan við fjöllin, sem liggja austan við héraðið mitt, liggur sveit, og var þar stúlka fyrir fáum árum að heimilisfangi. Hún var alin upp á sveit í bernsku og á einum og sama bæ, og þó góðu heimili. Nú ræðst hún þaðan burt, þegar hún er fulltíða og í mína sveit og á næsta bæ við mig. En hún þorði þó varla að standa við vistarráðin. Og hver mundi orsökin hafa verið? Or- sökin var sú, að einhverjir gárungar töldu henni trú um það: að kindurnar væru með mörgum vömbum í minni sveit og mundi hún komast að því fullkeyptu, að þvo innan úr í nýju vistinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.