Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 63
139
mig, svo að ég fann á mér, að hann hafði eitthvað misjafnt á
samvizkunni. Svo gengur hann samt að mér og segir heldur en
ekki myndugur á svipinn, að hann ætli að minna mig á, að að-
flntningsbannslögin gangi í gildi nú um nýjárið. Hann greiddi
atkvæði með banninu hérna um árið, sællar minningar, og hann
heldur víst altaf, að það hafi í raun og veru verið hann, sem kom
þessu banni til leiðar. Að minsta kosti eru þetta einu lögin, sem
ég hef heyrt hann minnast á. Eg er efins í, að hann þekki fleiri.
Eg sagði svona eitthvað í þá átt, að hann þyrfti víst ekki að
minna mig á þetta; mér væri það fullminnisstætt.
Já, þú ert nátturlega argur yfir því, að geta ekki lengur sóað
þessum fáu skildingum, sem þú átt eða eignast, fyrir brennivín.
Ætli ég geri annað þarfara með þá, hreytti ég úr mér.
Eg ætla ekki að fara að jagast við þig, sagði hann, ég ætlaði bara
að láta þig vita, að eftir nýjár má ekkert vín ganga manna á milli.
Ég vona, að þú braskir ekkert í að útvega þér vínföng framvegis,
og bezt væri, að þú drykkir upp fyrir þann tíma, ef þú átt eitt-
hvað, eða þá heltir því niður. Eg vil ekki eiga á hættu rekistefnu
út úr slíku eða óorð á heimilið.
Eg er nú eldri maður en þú, Eórir litli, sagði ég, og hef aldrei
brotið nein lög enn þá. Viltu ekki bíða með að áminna mig, þang-
að til þú færð einhverja átyllu til þess.
Hann rausaði eitthvað meira, en ég hélt áfram að spinna
hrosshárið, sneri mér frá honum og anzaði honum ekki. Svo
snautaði hann burtu.
Já, Pórír hefur altaf verið þokkapiltur. Að annar eins peyi
skuli geta verið kominn af Gilsættinni og það í beinan karllegg!
Og ekki fór honum fram, þegar hann varð good-templari, það er
ég viss um, að bara hefur hann fært þetta aðflutningsbann í tal
núna, dl þess að kvelja mig. Eg er nú reyndar ekki nema gamall
ræfill, en samt veit ég, að það hefur verið synd af Póri að fara
að særa mig með því, að ýfa þetta upp. — — Eins og hann
Pórir beri nokkra virðingu fyrir lögunum! Hann hræðist þau
kannske. Nei, ég er viss um, að hann veit varla, að nokkur lög
eru til, nema þessi sælu bannlög. En Pórir hegðar sér eins og
hann sér fólk flest gera í kringum sig — og þessvegna fer hann
ekki í svartholið.
Vanþakklátur við Póri! Fyrir hvað ætti ég svo sem að vera
þakkláturr Eins og lífið hafi veitt mér nokkuð af því, sem það