Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 10

Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 10
86 mörgu leyti breytt skoðunum manna á náttúrunni. Við rannsóknir þessar hefir athygli manna vakist til umhugsunar um mörg þýð- ingarmikil atriði þekkingarinnar, sem áður var enginn gaumur gefinn. Af kenningum þeim, sem fram hafa verið bornar til skýr- ingar á orsökum framþróunarinnar, eru tvær langkunnastar, þær sem kendar eru við Lamarck og Darwín} Sérstaklega hefir Darwín’s-kenningin haft víðtæka þýðingu, og eru aðalatriði hennar nú flestum kunn. Darwíns-kenningunni er oft blandað saman við sjálfa breytiþróunarkenninguna, en hún er tilraun til skýringar á framþróun lífsins á jörðunni, en ekki kenningin um framþróunina sjálfa. Charles Darwín (1809—1881) var einn af hinum ágætustu og skarpvitrustu náttúrufræðingum, sem til hafa verið; iðni hans og þrek í rannsóknum var óþreytandi, og skarpskygni hans og hugvit til að raða athugunum niður og draga ályktanir af þeim var frábær; athugunargreind hans hafði frá barnæsku verið framúr- skarandi. Kenning Darwíns um uppruna tegundanna átti í fyrstu, eins og alt nýtt, við töluverðan andróður að berjast, en brátt greip hin yngri kynslóð náttúrufræðinga kenningu hans með eld- legum áhuga, og gekk þá oft miklu framar en meistarinn í get- gátum og staðhæfingum. Hinar nýju hugsjónir Darwíns voru ákaflega aðlaðandi fyrir náttúrufróða menn, þær voru bygðar á aragrúa af skarpvitrum athugunum og tilraunum, og nú virtist snögglega björtu ljósi brugðið yfir hina dimmustu afkima vísind- anna, svo margt varð ljóst, sem áður virtist óskiljanlegt. Margir gengu þá í leiðslu um þessar glæsilegu nýju vísindabyggingar, þeim fanst ráðgáta sköpunarinnar leyst og öll tilveran skiljanleg, og þeir héldu, að þessi nýi leiðarsteinn mundi leiðbeina manns- andanum yfir allar torfærur og um öll völundarhús vísindanna. Sjálfur var Darwín látlaus maður, laus við allan ofmetnað og sjálfsálit og hinn mesti sómamaður í hvívetna. Honum datt aldrei í hug, að hann hefði fundið lykilinn að musteri vísindanna eða al- gild náttúrulög; kenningin var í augum hans aðeins tilraun til 1 Um sögu breytiþróunar og um Darwínskenningu hefi ég ritað langt mál í Tímariti Bókmf. (VIII, bls. 285—315; IX, bls. 129—196; X, bls. 153—213). í*á er ennfremur til á íslenzku pési eftir G. Armauer Hansen: Darwínskenning. H. P. þýddi. Rvík 1904; Darwínskenning og framþróunarkenning (G. F. þýddi) í Skírni 1907, bls. 13—32, 157 —171 og »Nítjánda öldin« eftir Ágúst Bjarnason, bls. 266 — 308. Góð bók og fróðleg, er sem flestir ættu að lesa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.